Fjöldi manna gerði grín að þýska liðinu í útsendingunni í Katar í gær með því að halda fyrir munninn og veifa bless.
This is how Qatari TV reacted to Germany s World Cup exit. #FIFAWorldCup2022 pic.twitter.com/tzdsa4z3co
— Football Tweet (@Football__Tweet) December 2, 2022
Þýska landsliðið hafði vakið heimsathygli með því að halda fyrir munninn á liðsmynd fyrir fyrsta leik sinn á HM, þegar liðið mætti Japan.
Með þessu vildu Þjóðverjar mótmæla þeirri ákvörðun FIFA og mótshaldara í Katar að banna Manuel Neuer, fyrirliða Þýskalands, að vera með fyrirliðaband í regnbogalitum. Það hugðist Neuer gera til að vekja athygli á þeim mannréttindabrotum sem LGBTQ+ fólk má þola í Katar. FIFA hótaði hins vegar refsingu, jafnvel í formi leikbanns, fyrir að notast við fyrirliðaband í regnbogalitum.
Þýskaland tapaði leiknum við Japan og það reyndist á endanum dýrkeypt því þrátt fyrir jafntefli við Spán og sigur gegn Kosta Ríka féll liðið úr keppni í gær á meðan að Spánn og Japan komust áfram í 16-liða úrslit.