Innlent

Pétur Örn hættir sér út úr skelinni: „Á líf hins út­skúfaða virki­lega að vera svona?“

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Færsla Péturs Arnar hefur fengið misjöfn viðbrögð.
Færsla Péturs Arnar hefur fengið misjöfn viðbrögð. Andað

Lítið hefur spurst til tónlistarmannsins Péturs Arnar, oft þekktur sem Pétur Jesú, undanfarna mánuði. Pétur dró sig í hlé frá sviðsljósinu og samfélagsmiðlum eftir að söngkonan Elísabet Ormslev steig fram í viðtali við Fréttablaðið og lýsti sambandi sínu við Pétur á sínum tíma. Hún var 16 ára þegar á sambandinu stóð en hann 38 ára.

Í viðtalinu sagði Elísabet að sambandið hafi verið stormasamt, litað af andlegu ofbeldi og umsátri. Þá hefur hún lýst því hvernig ítrekaðar komur hans fyrir utan heimili hennar, löngu eftir að sambandi þeirra lauk, hafi valdið henni óhug.

Hún nefndi Pétur ekki á nafn en miðað við upplýsingarnar sem fram komu voru flestir ekki lengi að tengja hann við frásögnina.

Í kjölfarið var Pétri vikið úr hljómsveitunum Buff og Dúndurfréttum.

„Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“

Pétur birti færslu á Facebook í dag þar sem hann segist „eftir mjög erfiða tíma hafa hætt sér hægt og bítandi út úr skelinni sinni á samfélagsmiðlum.“ Hann bætir við; „Og þá fæ ég þetta sent. Á líf hins útskúfaða virkilega að vera svona?“

Skilaboðin sem Pétur vísar til eru skilaboð sem hann virðist hafa fengið í gegnum samfélagsmiðilinn Instagram. Skilaboðin lýsa talsverðri heift og reiði og þess er meðal annars óskað að Pétur „rotni í helvíti“.

Misjöfn viðbrögð

Færsla Péturs hefur fengið talsverð viðbrögð. Margir hvetja hann áfram og biðja hann að láta skilaboðin ekki á sig fá en þó eru alls ekki allir á þeim vagni.

Dæmi um athugasemdir við færsluna eru:

„Kannski er sú sem skrifaði þetta nákomin þolanda þínum og hefur horft upp vanlíðan og hræðslu sem þú varst valdandi. Kannski lýsir þetta afstöðu hennar til þinnar framkomu frekar en andlegs ástands hennar eins og flestir uppklapparar þínir halda fram.“

„Það sem þú hefur gert af þer er svo miklu miklu meira, stærra og alvarlegra en einhver leiðinleg skilaboð, leitaðu þér aðstoðar, þú sást um þetta allt saman sjálfur! Fórnalambið sem þú leikur núna er nákvæmlega sama taktíkin og aðrir á þínu plani gera.“

„Það alveg hrikalegt að maðurinn fái svona skilaboð. Má ekki sofa hjá unglingum og stalka þá síðan allar götur síðan þar til viðkomandi fær nóg og opnar sig um það? Díses. Það hefði kannski mátt orða þetta á annan hátt, ég skal þýða þetta fyrir þig: Fólk er reitt út í þig af góðri ástæðu. Þín eigin hegðun sem þú stoppaðir ekki sjálfur, heldur var komið upp á yfirborðið af manneskju sem þú beittir ofbeldi og áreittir árum saman fékk nóg og sagði frá því. Þú ert samt manneskja með tilfinningar eins og við öll, auðvitað er leiðinlegt að fá svona skilaboð. Það er mjög skiljanlegt að finnast vont lesa svona, en þú getur engum nema sjálfum þér um kennt. Sýndu öðrum smá skilning. Ertu hissa að fólk sé reitt út í þig? Til hvers ertu að pósta þessu? Ég vorkenni þér allavega ekki neitt.“

„Æh. Ömurlegt að mega ekki grooma unglingsstelpur og stalka þær svo. Má bara ekki neitt lengur. Heimur versnandi fer. Samúð.“

Elísabet Ormslev opnaði sig um málið á Twitter á sínum tíma:Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.