Sólborg valin framúrskarandi ungur Íslendingur Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. desember 2022 20:56 Sólborg Guðbrandsdóttir hlaut í gær titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur 2022. Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún hefur barist gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu og hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í KR heimilinu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI. Sólborg var tilnefnd fyrir framlag sitt og afrek á sviði menntamála en JCI hreyfingin á Íslandi veitir verðlaunin á hverju ári. Guðni Th, Sólborg og Ríkey Jóna, landsforseti JCI „Verðlaunin eru veitt ungu fólki á aldrinum 18 til 40 ára sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og eru þau hugsuð sem hvatning til áframhaldandi góðra verka. Þau eru á sama tíma innblástur og hvatning til okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag,“ segir í tilkynningu frá JCI. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. Brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna Um Sólborgu og tilnefninguna segir í tilkynningu: Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún berst gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu, hefur hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur. Árið 2016 stofnaði Sólborg instagram reikninginn Fávitar en þar fræddi hún ungt fólk um kynlíf, samskipti og fordóma en aðgangurinn hætti göngu sinni árið 2020. Eftir að hafa byrjað að birta skjáskot og dónaleg skilaboð sem hún hafði fengið sjálf þá endaði það með því í að reikningurinn varð af því sem það er orðið í dag. Í kjölfar reikningsins þá skrifaði hún og gaf út bækurnar Fávitar og Aðeins færri fávitar en þriðja bókin, Fávitar og fjölbreytileikinn kom út í nóvember 2022. Allar bækurnar eiga það sameiginlegt að vera fræðslubækur fyrir ungt fólk og fjalla um kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika. Í fyrstu tveimur bókunum tekur Sólborg meðal annars saman spurningar sem henni hafa borist og svör, vangaveltur unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd er svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Nýjasta bókin leggur svo áherslu á það að fræða unga sem aldna um alla liti regnbogans á mannamáli og auka þannig skilning almennings á fjölbreytileika samfélagsins. Bækurnar hafa verið nýttar í kennslu í mörgum grunn- og framhaldsskólum um allt land. Frá því Sólborg stofnaði reikningin Fávitar hefur hún haldið fjölda fyrirlestra í grunnskólum og framhaldsskólum um land allt og frætt ungmenni um kynlíf, samskipti og mörk svo eitthvað sé nefnt. Hún hlaut Uppreisnarverðlaunin í maí 2020 en verðlaunin eru veitt af Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Verðlaunin eru veitt sem viðurkenning og þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags, en það eru grunngildi hreyfingarinnar. Hún hlaut verðlaunin í einstaklingsflokki en hún hefur stuðlað að þessum gildum, sér í lagi í þágu kynfrelsis. Auk þess að vera góð fyrirmynd, rithöfundur og brautryðjandi í sínu máli þá er Sólborg einnig tónlistarkona en hún notar sviðsnafnið Suncity en það er beinþýðing af nafninu hennar. Hún hefur gefið út nokkur lög, skrifaði undir samning hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims, Sony Music árið 2020 ásamt því tók hún þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2018 og 2022. Sólborg leiddi einnig starfshóp hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem vann tillögur um markvissari kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi sumarið 2021. 10 einstaklingar hlutu viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna og dómnefnd velur síðan 10 einstaklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Aðrir sem voru tilnefndir í ár eru Anna Sæunn Ólafsdóttir, Björn Grétar Baldursson, Daníel E. Arnarsson, Embla Gabríela Börgesdóttir Wigum, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Ingvi Hrannar Ómarsson ,Stefán Ólafur Stefánsson, Viktor Ómarsson og Vivien Nagy. Forseti Íslands Mannréttindi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin í KR heimilinu ásamt Ríkeyju Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI. Sólborg var tilnefnd fyrir framlag sitt og afrek á sviði menntamála en JCI hreyfingin á Íslandi veitir verðlaunin á hverju ári. Guðni Th, Sólborg og Ríkey Jóna, landsforseti JCI „Verðlaunin eru veitt ungu fólki á aldrinum 18 til 40 ára sem er að takast á við krefjandi og athyglisverð verkefni og eru þau hugsuð sem hvatning til áframhaldandi góðra verka. Þau eru á sama tíma innblástur og hvatning til okkar allra að leggja okkar af mörkum til að byggja betra samfélag,“ segir í tilkynningu frá JCI. Verðlaunagripurinn er einstakt listaverk eftir glerlistamanninn Jónas Braga Jónasson. Brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna Um Sólborgu og tilnefninguna segir í tilkynningu: Sólborg Guðbrandsdóttir er brautryðjandi í baráttu mannréttinda og réttinda kvenna. Hún berst gegn skaðlegu feðraveldi og nauðgunarmenningu, hefur hvatt ungt fólk til að breyta rétt og veitt þeim innblástur. Árið 2016 stofnaði Sólborg instagram reikninginn Fávitar en þar fræddi hún ungt fólk um kynlíf, samskipti og fordóma en aðgangurinn hætti göngu sinni árið 2020. Eftir að hafa byrjað að birta skjáskot og dónaleg skilaboð sem hún hafði fengið sjálf þá endaði það með því í að reikningurinn varð af því sem það er orðið í dag. Í kjölfar reikningsins þá skrifaði hún og gaf út bækurnar Fávitar og Aðeins færri fávitar en þriðja bókin, Fávitar og fjölbreytileikinn kom út í nóvember 2022. Allar bækurnar eiga það sameiginlegt að vera fræðslubækur fyrir ungt fólk og fjalla um kynlíf, ofbeldi, samskipti, líkamann og fjölbreytileika. Í fyrstu tveimur bókunum tekur Sólborg meðal annars saman spurningar sem henni hafa borist og svör, vangaveltur unglinga um samskipti kynjanna, kynlíf og sambönd er svarað og áhersla lögð á sterka sjálfsmynd þeirra og sjálfsöryggi. Nýjasta bókin leggur svo áherslu á það að fræða unga sem aldna um alla liti regnbogans á mannamáli og auka þannig skilning almennings á fjölbreytileika samfélagsins. Bækurnar hafa verið nýttar í kennslu í mörgum grunn- og framhaldsskólum um allt land. Frá því Sólborg stofnaði reikningin Fávitar hefur hún haldið fjölda fyrirlestra í grunnskólum og framhaldsskólum um land allt og frætt ungmenni um kynlíf, samskipti og mörk svo eitthvað sé nefnt. Hún hlaut Uppreisnarverðlaunin í maí 2020 en verðlaunin eru veitt af Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Verðlaunin eru veitt sem viðurkenning og þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf í þágu frelsis, jafnréttis og opnara samfélags, en það eru grunngildi hreyfingarinnar. Hún hlaut verðlaunin í einstaklingsflokki en hún hefur stuðlað að þessum gildum, sér í lagi í þágu kynfrelsis. Auk þess að vera góð fyrirmynd, rithöfundur og brautryðjandi í sínu máli þá er Sólborg einnig tónlistarkona en hún notar sviðsnafnið Suncity en það er beinþýðing af nafninu hennar. Hún hefur gefið út nokkur lög, skrifaði undir samning hjá einu stærsta útgáfufyrirtæki heims, Sony Music árið 2020 ásamt því tók hún þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins árið 2018 og 2022. Sólborg leiddi einnig starfshóp hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem vann tillögur um markvissari kennslu um kynheilbrigði og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi sumarið 2021. 10 einstaklingar hlutu viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Á hverju ári óskar JCI hreyfingin eftir tilnefningum til verðlaunanna og dómnefnd velur síðan 10 einstaklinga sem hljóta viðurkenningu fyrir að vera Framúrskarandi ungir Íslendingar vegna einstaks framlags þeirra til íslensks samfélags. Aðrir sem voru tilnefndir í ár eru Anna Sæunn Ólafsdóttir, Björn Grétar Baldursson, Daníel E. Arnarsson, Embla Gabríela Börgesdóttir Wigum, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Ingvi Hrannar Ómarsson ,Stefán Ólafur Stefánsson, Viktor Ómarsson og Vivien Nagy.
Forseti Íslands Mannréttindi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira