Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. desember 2022 16:34 Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016. Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent