Skoða að setja kláf í Esjuhlíðar Bjarki Sigurðsson skrifar 1. desember 2022 16:34 Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að skoða það að setja upp farþegaferju í Esjuhlíðum. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna varar við því að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016. Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Tillagan var lögð fram af Degi B. Eggertssyni, borgarstjóra, og kusu allir fulltrúar meirihlutans með hugmyndinni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokksins sátu hjá. Markmið borgarstjóra með hugmyndinni er að bæta aðgengi og upplifun fólks sem vill fara upp á Esjuna. Ferjur svipaðar þeirri sem skoðað er að setja upp eru algengar um allan heim. Borgarráð samþykkti að kanna forsendur verkefnisins, að umhverfis- og skipulagssvið skoði skipulagsþáttinn, og eignaskrifstofan kanni afstöðu ríkisins sem landeiganda. Endanleg ákvörðun um kláfinn ræðst af niðurstöðum skipulagsvinnu og þess umsagnar- og samráðsferlis sem fram færi samhliða. Mikilvægt að vanda til verka Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir, lögðu fram bókun um málið. Þær segja það vera mikilvægt að vanda til verka við alla hönnun, þess sé gætt að ferjan falli vel að umhverfi og náttúru og þess gætt að neikvæð umhverfisáhrif og rask verði sem minnst. Fulltrúi Sósíalistaflokksins í ráðinu, Trausti Breiðfjörð Magnússon, lagði einnig fram bókun en hann sagði það var mikilvægt að fleiri en umhverfis- og skipulagsráð fái að koma með umsögn um málið, til að mynda íbúaráð og íbúar. Hann bendir á að íbúar á Kjalarnesi hafi áður lýst yfir andstöðu sinni við þessar fyrirætlanir. Mögulega til betri staðir Líf Magneudóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í ráðinu, segir að um sé að ræða stórt álitamál. „Taka verður afstöðu til margra flókinna spurninga m.a. um aðgengi allra að náttúrunni, um verðmæti og gildi Esjunnar og hvort rétt sé að framkvæmdin, ef skynsamleg þykir, sé unnin af einkaaðilum. Framkvæmd sem þessi hlyti að hafa margháttuð áhrif á umferð og nýtingu svæðisins og yrði að leggja mat á heildaráhrifin, s.s. afleiðingar aukinnar umferðar, áskoranir varðandi öryggismál o.fl.,“ segir í bókun hennar. Þá bendir hún á að ekki liggur fyrir hvort aðrir staðir í nágrenni Reykjavíkur kunni að vera heppilegri en Esjan fyrir kláf. Athuga þurfi að framkvæmdin eigi eftir að hafa varanleg sjónræn áhrif á ásýnd Esjunnar. Hugmyndin að setja kláf í hlíðar Esjuna eru ekki nýjar af nálinni. Fyrirtækið Esjuferja ehf. sótti um lóðarleigu til slíkra framkvæmda árið 2015. Hverfisráð Kjalarness lagðist gegn verkefninu árið 2016.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Fjallamennska Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Kjósarhreppur Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent