Luis Suarez neitar að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 15:00 Luis Suarez varði með höndum á marklínu og var síðan fagnað eins og þjóðhetju eftir leikinn. Samsett/Getty Úrúgvæ og Gana mætast annað kvöld í lokaumferð riðlakeppni heimsmeistaramótsins í Katar þar sem sæti í sextán liða úrslitunum er í boði. Athyglin er auðvitað mikil á Luis Suarez, framherja Úrúgvæ, þökk sé því sem gerðist þegar þjóðirnar mættust síðast á heimsmeistaramóti fyrir tólf árum. Suarez þótti þar sýna mjög ódrengilega framkomu með því að verja boltann á marklínu með hendinni. Gana fékk víti og Suarez fékk rautt spjald en hann fékk samt aukaskammir af því að Asamoah Gyan klikkaði á vítinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Atvikið gerðist á lokamínútu framlengingarinnar þegar staðan var 1-1. Úrslitin réðust í vítakeppni sem Úrúgvæ vann 4-2. Blaðamaður frá Gana rifjaði upp atvikið á blaðamannafundi fyrir leikinn með því að segja að Ganverjar líti á Luis Suarez sem djöfulinn og að þeir vilji enda landsliðsferil hans í þessum leik. „Ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég notaði hendina en það var leikmaður Gana sem klikkaði á vítinu en ekki ég,“ sagði Luis Suarez. „Ég gæti beðist afsökunar ef ég hefði meitt leikmann í tæklingu og fengið rautt spjald vegna þess en í þessari stöðu þá fékk ég rautt spjald og dómarinn dæmdi víti,“ sagði Suarez. „Það er ekki mér að kenna því ekki klikkaði ég á vítinu. Leikmaðurinn sem klikkaði á vítinu sagði líka að henn hefði gert það sama í minni stöðu. Ég ber ekki ábyrgð á því hvernig þetta fór,“ sagði Suarez. Úrúgvæ og Gana geta ekki bæði komist áfram upp úr riðlinum. Gana er í betri stöðu með þrjú stig á móti einu stigi hjá Úrúgvæ. Portúgal er með sex stig og þegar komið áfram en mætir Suður-Kóreu sem er með eitt stig eins og Úrúgvæ. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira
Athyglin er auðvitað mikil á Luis Suarez, framherja Úrúgvæ, þökk sé því sem gerðist þegar þjóðirnar mættust síðast á heimsmeistaramóti fyrir tólf árum. Suarez þótti þar sýna mjög ódrengilega framkomu með því að verja boltann á marklínu með hendinni. Gana fékk víti og Suarez fékk rautt spjald en hann fékk samt aukaskammir af því að Asamoah Gyan klikkaði á vítinu. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Atvikið gerðist á lokamínútu framlengingarinnar þegar staðan var 1-1. Úrslitin réðust í vítakeppni sem Úrúgvæ vann 4-2. Blaðamaður frá Gana rifjaði upp atvikið á blaðamannafundi fyrir leikinn með því að segja að Ganverjar líti á Luis Suarez sem djöfulinn og að þeir vilji enda landsliðsferil hans í þessum leik. „Ég þarf ekki að biðjast afsökunar á neinu. Ég notaði hendina en það var leikmaður Gana sem klikkaði á vítinu en ekki ég,“ sagði Luis Suarez. „Ég gæti beðist afsökunar ef ég hefði meitt leikmann í tæklingu og fengið rautt spjald vegna þess en í þessari stöðu þá fékk ég rautt spjald og dómarinn dæmdi víti,“ sagði Suarez. „Það er ekki mér að kenna því ekki klikkaði ég á vítinu. Leikmaðurinn sem klikkaði á vítinu sagði líka að henn hefði gert það sama í minni stöðu. Ég ber ekki ábyrgð á því hvernig þetta fór,“ sagði Suarez. Úrúgvæ og Gana geta ekki bæði komist áfram upp úr riðlinum. Gana er í betri stöðu með þrjú stig á móti einu stigi hjá Úrúgvæ. Portúgal er með sex stig og þegar komið áfram en mætir Suður-Kóreu sem er með eitt stig eins og Úrúgvæ. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
HM 2022 í Katar Mest lesið Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Enski boltinn Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Fótbolti Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Fótbolti Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Fótbolti Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Enski boltinn Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Enski boltinn Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur eftir 30 mánaða bann Móðgaði Everton sem svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum Gagnrýnir Heimi og segir hann ekki þekkja leikmenn Tuchel hafði gaman að skotum enskra stuðningsmanna Lukaku segist hafa verið fjárkúgaður af fólki sem vildi ekki skila líki föður hans Trump hótar að taka HM-leiki af Boston Coote viðurkennir að hafa framleitt barnaníðsefni Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Aðeins tuttugu sæti enn laus á HM Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki England inn á HM án þess að fá á sig mark Góður tími fyrir nýjar raddir og íhugaði að hætta sjálfur Potter annt um Svíþjóð og vill taka við landsliðinu Héldu hreinu í öllum tíu leikjunum í undankeppninni Heimir sagður taka við Fylki Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Jon Dahl rekinn Sautján ára nýliði í landsliðinu Svona var blaðamannafundur Þorsteins Courtois greip í tómt þegar rotta hljóp inn á völlinn Lagerbäck útilokar að taka við Svíum Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Myndasyrpa: Ógleymanlegt kvöld í Dalnum Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Sjá meira