Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni áfram laus gegn tryggingu eftir handtöku vegna nauðgunar í sumar Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 07:00 Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem leikur á heismeistaramótinu í Katar. Vísir/Getty Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður áfram laus gegn tryggingu eftir að hafa verið handtekinn í sumar sakaður um nauðgun. Leikmaðurinn var valinn í lokahóp landsliðs sem keppir á heimsmeistaramótinu í Katar. Leikmaðurinn var handtekinn í sumar vegna ásökunar um nauðgun en úrskurðurinn um að hann skyldi vera laus gegn tryggingu var framlengdur og gildir nú þar til í janúar í byrjun næsta árs. Í yfirlýsingu Metropolitan lögreglunnar í London og nágrenni segir að leikmaðurinn hafi verið handtekinn þann 4.júlí í sumar eftir að tilkynning barst til lögreglunnar frá konu á þrítugsaldri um meinta nauðgun. Nauðgunin á að hafa átt sér stað í júní 2021. Leikmaðurinn var einnig sakaður um tvær aðrar nauðganir af annarri konu sem einnig er á þrítugsaldri. Þær nauðganir eiga að hafa átt sér stað í apríl og júní árið 2021. Ekkert verður aðhafst í öðru þeirra mála þar sem löggjöf sem gildir um málið hafði ekki tekið gildi á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Í frétt The Athletic kemur fram að leikmaðurinn hafi verið valinn í lokahóp eins þeirra þrjátíu og tveggja landsliða sem nú taka þátt í heimsmeistaramótinu í Katar. Þar sem leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður hefur hann ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum. Félagslið leikmannsins setti leikmanninn ekki í bann og hann hefur haldið áfram að leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í haust. Tvö önnur mál hafa verið til umfjöllunar undanfarið þar sem leikmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru sakaðir um kynferðisbrot. Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, bíður dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar en Pep Guardiola, þjálfari City, var meðal þeirra sem bar vitni við réttarhöldin. Þá var Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, ákærður nú í haust fyrir nauðgun og líkamsárás en hann var handtekinn í janúar eftir að þáverandi kærasta hans birti myndbandsbút á samfélagsmiðlum þar sem heyra mátti einstakling hótaði henni barsmíðum og þaðan af verra. Þá birti hún einnig myndir af sér með áverka í andliti sem hún sagði að væru eftir Greenwood. Hvorki Mendy né Greenwood hafa leikið með liðum sínum undanfarna mánuði. Enski boltinn HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20 Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58 Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Leikmaðurinn var handtekinn í sumar vegna ásökunar um nauðgun en úrskurðurinn um að hann skyldi vera laus gegn tryggingu var framlengdur og gildir nú þar til í janúar í byrjun næsta árs. Í yfirlýsingu Metropolitan lögreglunnar í London og nágrenni segir að leikmaðurinn hafi verið handtekinn þann 4.júlí í sumar eftir að tilkynning barst til lögreglunnar frá konu á þrítugsaldri um meinta nauðgun. Nauðgunin á að hafa átt sér stað í júní 2021. Leikmaðurinn var einnig sakaður um tvær aðrar nauðganir af annarri konu sem einnig er á þrítugsaldri. Þær nauðganir eiga að hafa átt sér stað í apríl og júní árið 2021. Ekkert verður aðhafst í öðru þeirra mála þar sem löggjöf sem gildir um málið hafði ekki tekið gildi á þeim tíma sem meint brot átti sér stað. Í frétt The Athletic kemur fram að leikmaðurinn hafi verið valinn í lokahóp eins þeirra þrjátíu og tveggja landsliða sem nú taka þátt í heimsmeistaramótinu í Katar. Þar sem leikmaðurinn hefur ekki verið ákærður hefur hann ekki verið nafngreindur í fjölmiðlum. Félagslið leikmannsins setti leikmanninn ekki í bann og hann hefur haldið áfram að leika með liðinu í ensku úrvalsdeildinni í haust. Tvö önnur mál hafa verið til umfjöllunar undanfarið þar sem leikmenn liða í ensku úrvalsdeildinni eru sakaðir um kynferðisbrot. Benjamin Mendy, leikmaður Manchester City, bíður dóms eftir að hafa verið ákærður fyrir sjö nauðganir og eina tilraun til nauðgunar en Pep Guardiola, þjálfari City, var meðal þeirra sem bar vitni við réttarhöldin. Þá var Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, ákærður nú í haust fyrir nauðgun og líkamsárás en hann var handtekinn í janúar eftir að þáverandi kærasta hans birti myndbandsbút á samfélagsmiðlum þar sem heyra mátti einstakling hótaði henni barsmíðum og þaðan af verra. Þá birti hún einnig myndir af sér með áverka í andliti sem hún sagði að væru eftir Greenwood. Hvorki Mendy né Greenwood hafa leikið með liðum sínum undanfarna mánuði.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20 Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58 Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02 Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fótbolti Fleiri fréttir Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar Sjá meira
Leikmaðurinn sem ásakaður er um nauðgun fær áfram að æfa Félag leikmannsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu sem ásakaður er um þrjár nauðganir segir að leikmaðurinn muni áfram æfa með liðinu. 13. júlí 2022 14:20
Fullyrða að félagið hafi vitað af ásökunum um nauðgun síðasta haust Samkvæmt fréttamiðlinum The Guardian mun félag knattspyrnukappans sem var handtekinn vegna gruns um nauðgun hafa vitað af ásökunum síðasta haust. Félagið leyfði honum samt sem áður að spila með aðalliði þess á síðustu leiktíð. 8. júlí 2022 11:58
Leikmaðurinn sem var handtekinn í gær nú grunaður um fleiri nauðganir Leikmaðurinn úr ensku úrvalsdeildinni sem var handtekinn í norður London í gær vegna gruns um nauðgun er nú grunaður um fleiri nauðganir á síðasta ári. 5. júlí 2022 16:02