Breska ríkisútvarpið greinir frá þessari ákvörðun eftirlitsstjórnarinnar, sem felur í sér leyfi lögreglu til að notast við vélmenni sem búin eru sprengiefni í ákveðnum aðstæðum.
Haft er eftir Dr. Catherine Connolly, sem tilheyrir aðgerðasinnahópnum Stop Killer Robots, eða Stöðvið drápsvélar, segir ákvörðunina vera varhugavert skref í átt að því að fjarlægja fólk frá ákvarðanatöku sem leiði til dauða annarra.
Aðeins notuð af illri nausðyn
BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar í San Francisco að sem sakir standa séu engin slík vélmenni í notkun. Hins vegar kunni í framtíðinni að skapast aðstæður þar sem slíkum vélmennum yrði beitt.
„Vélmennum sem búin eru sprengiefni gæti verið beitt til að komast inn á svæði sem innihalda ofbeldisfulla, vopnaða eða hættulega einstaklinga.“
Eins gætu vélmennin nýst til að villa fyrir um slíkum einstaklingum, ef talið er að þeir geti verið hættulegir lífi annarra. Stuðningsmenn ákvörðunarinnar hafa ítrekað að vélmennin yrðu aðeins notuð í algjörum undantekningartilfellum.
Ekki nýtt undir sólinni
Vélmenni eins og þessi hafa þegar verið tekin til notkunar sums staðar í Bandaríkjunum. Þannig notaðist lögreglan í Dallas í Texas-ríki við vélmenni sem hlaðið var með C-4 sprengiefni til þess að bana leyniskyttu sem skotið hafði tvo lögregluþjóna til bana og sært fleiri.
Connolly og fleiri andstæðingar vélmennanna hafa hins vegar barist með kjafti og klóm gegn notkun þeirra, á þeim forsendum að vélmennin muni auðvelda lögreglunni að taka þá ákvörðun að beita banvænu afli.