Leyndarmálið um stuðningsmenn Katar á HM Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2022 08:01 Katarar styðja ekki lið með þessum hætti. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Stuðningsmenn Katar á yfirstandandi heimsmeistaramóti hafa vakið töluverða athygli, þá sérstaklega fyrir þá gríðarmiklu stemningu sem þeim fylgdi. En hverjir eru þessir menn eiginlega? Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við. HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Sjá meira
Á upphafsleik mótsins þar sem gestgjafar Katar mættu Ekvador vöktu afar fjörugir stuðningsmenn klæddir í purpurarauða katarska boli mikla athygli í stúku fyrir aftan annað markið. Þeir sungu og trölluðu, klöppuðu og stöppuðu og voru raunar töluvert kraftmeiri en leikmenn katarska liðsins sem sáu aldrei til sólar í vonleysistapi. En hverjir eru þessir menn? Líkt og Katari í stúkunni á vellinum segir í samtali við New York Times: „Katarskt fólk styður í raun ekki lið með þessum hætti. Hér í Katar förum við ekkert það mikið á völlinn,“. Stífar æfingar frá því í október skila sér.Richard Sellers/Getty Images Þetta var einmitt vandamál sem Katarar stóðu frammi fyrir í aðdraganda mótsins. Áhorfendafjöldi á leikjum í úrvalsdeildinni í landinu má yfirleitt telja í hundruðum fremur en í þúsundum og þeir fáu sem yfirhöfuð láta sjá sig, láta ekki mikið í sér heyra. Í skugga ásakana um spillingu í kringum valið á mótshöldurum, ítrekuð mannréttindabrot og spurningar um hvernig Katar gæti tekið við þeim milljónum manna sem fylgja heimsmeistaramóti í fótbolta stóðu þeir einnig frammi fyrir þeirri staðreynd að kúltúr í kringum fótbolta í landinu er enginn af viti. Líkt og með flest annað þar syðra lá lausnin í aðkeyptu vinnuafli. Flúrin gefa til kynna að ekki sé um Katara að ræða enda slíkt óalgengt og illa séð í ríkinu.Tom Weller/picture alliance via Getty Images Leitað var til Líbanon þar sem stuðningur á íþróttaviðburðum er töluvert frábrugðinn því sem menn hafa vanist í Katar og ástríðan mikil. Í Líbanon hefur stríðsástand verið viðvarandi meira og minna allar götur frá því að þar brast út borgarastyrjöld árið 1975. Stjórnarkreppur og efnahagskreppur hafa þá gert þjóðinni lífið leitt síðustu ár. Í apríl var haldin áheyrnaprufa í Beirút þar sem fjöldi líbanskra námsmanna og stuðningsmenn liðs í borginni komu saman og tóku upp myndskeið af þeirri stemningu sem þeir gátu skapað á CCSC-vellinum í Beirút. Myndskeiðið sýnir þá kyrja söngva, sýna borða og fleira til. Ævintýrið var ekki langvinnt.Visionhaus/Getty Images Þetta myndskeið heillaði rétta menn í Doha og þeir líbönsku fengu tilboð lífs síns. Frí flug, gisting og uppihald, auk miða á leikina og dagpeninga, fyrir það eitt að styðja Katara á mótinu. Þeim var gert að mæta til Katar í október til að æfa söngva og samhæfingu, auk þess að læra katarska þjóðsönginn. Þessir fimmtánhundruð Líbanar upplifðu drauminn enda hefðu þeir að öðru leyti enga von átt um að komast á heimsmeistaramót. Enda frá landi í afar djúpri efnahagskreppu sem orsakar 30 prósenta atvinnuleysi á meðal ungs fólks. Ævintýri Katara á mótinu var aftur á móti ekki langvinnt, enda tapaði liðið öllum þremur leikjum sínum og fellur úr keppni sem sú gestgjafaþjóð sem verst hefur staðið sig á heimsmeistaramóti í sögunni. Það bindur einnig endi á ógleymanlegt ævintýri fimmtánhundruð Líbana sem halda nú aftur heim á leið þar sem vesöldin tekur við.
HM 2022 í Katar Katar Líbanon Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Sjá meira