Snorri Helga, Systur og Fóstbræður á Degi íslenskrar tónlistar Atli Ísleifsson skrifar 1. desember 2022 12:00 Systur, Auður Jónsdóttir, Snorri Helgason og Karlakórinn Fóstbræður koma fram. vísir Dagur íslenskrar tónlistar er haldinn hátíðlegur í dag. Íslensk tónlist sem og tónlistarfólk í forgrunni og íslenskir tónar fá þá vonandi að heyrast sem víðast. Í tilefni dagsins verður athöfn í Hörpu þar sem veittar verða viðurkenningar, einstaklingum og hópum, fyrir góð störf í þágu íslensks tónlistarlífs og að auki kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og flytur lög dagsins. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og stendur til 13:45 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fóstbræður, Snorri Helga og Systur stíga á stokk Karlakórinn Fóstbræður sem hefur undanfarna daga heillað tónlistarunnendur í Salzburg mun heimsækja samkomuna og flytja Hver á sér fegra föðurland sem hæfir auðvitað þessum degi sem jafnframt er fullveldisdagurinn. Ljóðið er eftir ljóðskáldið Huldu og lagið eftir Emil Thoroddsen. Því næst mun söngvaskáldið Snorri Helgason stíga á stokk og leika sína útgáfu af lagi úr hinu rómaða ævintýri um Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Saknaðarljóð Gínu mömmu er eftir Heiðdísi Norðfjörð og flestir þekkja í flutningi Ragnhildar Gísladóttur en nú mun Snorri spreyta sig á kvæðinu. Loks verður önnur ábreiða flutt þegar eitt vinsælasta lag síðasta árs Ef ástin er hrein eftir Jón Jónsson og Einar Lövdahl, sem þau Jón og GDRN fluttu eftirminnilega, fær nýjan búning frá Júróvisjón-stjörnum ársins, þeim Siggu, Elínu og Betu - Systrum. Auður Jónsdóttir flytur tölu Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun halda stutta tölu við athöfnina og flytja íslensku tónlistarfólki eins konar aðdáendabréf. Viðurkenningarnar sem veittar verða munu rata til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð og stuðningi við íslenska tónlist síðustu misseri. Þar á meðal eru það heiðursverðlaunin Lítill fugl sem Arnar Eggert Thoroddsen hlaut í fyrra en meðal handhafa síðustu ára eru Gerður G. Bjarklind, Jón Ólafsson, Árni Matthíasson og Þorgeir Ástvaldsson. Einnig verða veitt hvatningar-, útflutnings og nýsköpunarverðlaun auk Gluggans sem fellur þeim í skaut sem sýnt hefur íslenskri tónlist atfylgi með áberandi hætti. Lögin þrjú sem talin voru hér að ofan og flutt verða við athöfnina tóku tónmenntakennarar landsins þátt í að velja og hafa æft með nemendum sínum um allt land síðustu vikur. Fjöldi barna mun því syngja með. Deginum verður annars fagnað á margvíslegan máta, útvarpsstöðvar setja íslenska tónlist í forgrunn og spila hana jafnvel einvörðungu. Landsmenn sem notast mögulega við aðrar veitur en útvarp eru hvattir til þess að setja íslenska tóna á fóninn. Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Íslensk tunga Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira
Í tilefni dagsins verður athöfn í Hörpu þar sem veittar verða viðurkenningar, einstaklingum og hópum, fyrir góð störf í þágu íslensks tónlistarlífs og að auki kemur landsþekkt tónlistarfólk fram og flytur lög dagsins. Dagskráin hefst klukkan 13:00 og stendur til 13:45 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni í beinni útsendingu hér á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fóstbræður, Snorri Helga og Systur stíga á stokk Karlakórinn Fóstbræður sem hefur undanfarna daga heillað tónlistarunnendur í Salzburg mun heimsækja samkomuna og flytja Hver á sér fegra föðurland sem hæfir auðvitað þessum degi sem jafnframt er fullveldisdagurinn. Ljóðið er eftir ljóðskáldið Huldu og lagið eftir Emil Thoroddsen. Því næst mun söngvaskáldið Snorri Helgason stíga á stokk og leika sína útgáfu af lagi úr hinu rómaða ævintýri um Pílu pínu eftir Kristján frá Djúpalæk. Saknaðarljóð Gínu mömmu er eftir Heiðdísi Norðfjörð og flestir þekkja í flutningi Ragnhildar Gísladóttur en nú mun Snorri spreyta sig á kvæðinu. Loks verður önnur ábreiða flutt þegar eitt vinsælasta lag síðasta árs Ef ástin er hrein eftir Jón Jónsson og Einar Lövdahl, sem þau Jón og GDRN fluttu eftirminnilega, fær nýjan búning frá Júróvisjón-stjörnum ársins, þeim Siggu, Elínu og Betu - Systrum. Auður Jónsdóttir flytur tölu Rithöfundurinn Auður Jónsdóttir mun halda stutta tölu við athöfnina og flytja íslensku tónlistarfólki eins konar aðdáendabréf. Viðurkenningarnar sem veittar verða munu rata til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í umfjöllun, dagskrárgerð og stuðningi við íslenska tónlist síðustu misseri. Þar á meðal eru það heiðursverðlaunin Lítill fugl sem Arnar Eggert Thoroddsen hlaut í fyrra en meðal handhafa síðustu ára eru Gerður G. Bjarklind, Jón Ólafsson, Árni Matthíasson og Þorgeir Ástvaldsson. Einnig verða veitt hvatningar-, útflutnings og nýsköpunarverðlaun auk Gluggans sem fellur þeim í skaut sem sýnt hefur íslenskri tónlist atfylgi með áberandi hætti. Lögin þrjú sem talin voru hér að ofan og flutt verða við athöfnina tóku tónmenntakennarar landsins þátt í að velja og hafa æft með nemendum sínum um allt land síðustu vikur. Fjöldi barna mun því syngja með. Deginum verður annars fagnað á margvíslegan máta, útvarpsstöðvar setja íslenska tónlist í forgrunn og spila hana jafnvel einvörðungu. Landsmenn sem notast mögulega við aðrar veitur en útvarp eru hvattir til þess að setja íslenska tóna á fóninn.
Dagur íslenskrar tónlistar Tónlist Íslensk tunga Mest lesið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Sjá meira