„Farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2022 12:31 Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm Það er á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna skorts á samningi við sérgreinalækna falli á veikt fólk. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar og bætir við að margfaldur kostnaður sjúklinga vegna ástandsins sé algjörlega óboðlegur. Tilkynnt var um það í gær að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu, þar sem framkvæmdar eru bæklunaraðgerðir, verði hækkuð á morgun. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir þjónustunni en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða 175 þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þessi staða er náttúrulega algjörlega óboðleg vegna þess að það eru sjúklingar sem að þurfa að bera kostnaðinn af þessu samningsleysi. Samningar hafa verið lausir í fjögur ár við sérgreinalækna og á meðan er farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir og þarf á sérfræðiþjónustu að halda. Svo er önnur birtingarmynd af þessu samningaleysi eru lengri biðlistar og mér finnst vera augljóst að þetta ástand veldur auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Bæði þarf fólk að bíða og svo eru þeir sem hreinlega hafa ekki efni á að fara til læknis,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar en hún situr í velferðarnefnd Alþingis. Oddný segir það á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna samningsleysis sérgreinalækna falli á veikt fólk. „Sjúkratryggingar fara með samningsumboðið eftir forskrift frá heilbrigðisráðherra. Það er ráðherrann sem þarf að sjá til þess að þörfin fyrir þjónustuna sé skilgreind. Að þjónustusamningarnir verði gerðir og hann þarf að sækja fjármuni í fjárlög. En jafnvel þó að það takist ekki að semja þá verða stjórnvöld að koma í veg fyrir það að kostnaðurinn vegna samningsleysisins falli á veikt fólk. Það sér hver maður að það er bara hreinlega til skammar fyrir samfélag sem vill kalla sig velferðarsamfélag.“ Heilbrigðismál Alþingi Tryggingar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Tilkynnt var um það í gær að gjaldskrá Læknastöðvarinnar í Orkuhúsinu, þar sem framkvæmdar eru bæklunaraðgerðir, verði hækkuð á morgun. Ástæðan er sögð sú að sérgreinalæknar hafa ekki verið með samning við Sjúkratryggingar Íslands í fjögur ár. Þá hefur ekki orðið nein breyting á gjaldskránni í þrjú ár. Hækkanir á gjaldskránni eru misjafnar eftir þjónustunni en dæmi eru um að sjúklingar þurfi að greiða 175 þúsund krónur fyrir aðgerðir sem þeir hafa hingað til greitt innan við þrjátíu þúsund fyrir. Fjallað var um stöðuna sem upp er komin í fréttum Stöðvar 2 í gær. „Þessi staða er náttúrulega algjörlega óboðleg vegna þess að það eru sjúklingar sem að þurfa að bera kostnaðinn af þessu samningsleysi. Samningar hafa verið lausir í fjögur ár við sérgreinalækna og á meðan er farið ofan í vasa fólks sem stendur veikt fyrir og þarf á sérfræðiþjónustu að halda. Svo er önnur birtingarmynd af þessu samningaleysi eru lengri biðlistar og mér finnst vera augljóst að þetta ástand veldur auknum kostnaði í heilbrigðiskerfinu til lengri tíma. Bæði þarf fólk að bíða og svo eru þeir sem hreinlega hafa ekki efni á að fara til læknis,“ segir Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar en hún situr í velferðarnefnd Alþingis. Oddný segir það á ábyrgð stjórnvalda að koma í veg fyrir að kostnaðurinn vegna samningsleysis sérgreinalækna falli á veikt fólk. „Sjúkratryggingar fara með samningsumboðið eftir forskrift frá heilbrigðisráðherra. Það er ráðherrann sem þarf að sjá til þess að þörfin fyrir þjónustuna sé skilgreind. Að þjónustusamningarnir verði gerðir og hann þarf að sækja fjármuni í fjárlög. En jafnvel þó að það takist ekki að semja þá verða stjórnvöld að koma í veg fyrir það að kostnaðurinn vegna samningsleysisins falli á veikt fólk. Það sér hver maður að það er bara hreinlega til skammar fyrir samfélag sem vill kalla sig velferðarsamfélag.“
Heilbrigðismál Alþingi Tryggingar Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira