Innlent

Einn fluttur á sjúkrahús vegna potts á hellu

Samúel Karl Ólason skrifar
Fljótt kom þó í ljós að þarna var um að ræða pott sem hafði líklega gleymst á hellu en mikinn reyk bar frá honum.
Fljótt kom þó í ljós að þarna var um að ræða pott sem hafði líklega gleymst á hellu en mikinn reyk bar frá honum. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst á þriðja tímanum í dag tilkynning um reyk frá íbúð í Garðabæ. Tilkynningunni fylgdi að minnst einn var inn í íbúðinni og var slökkvilið frá fjórum stöðvum sent í útkallið.

Fljótt kom þó í ljós að þarna var um að ræða pott sem hafði líklega gleymst á hellu en mikinn reyk bar frá honum. Dregið var úr umfangi útkallsins.

Maðurinn sem var í íbúðinni komst þaðan af sjálfsdáðum en hann var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.

Slökkviliðsmenn reykræstu svo íbúðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×