Lífið

Með blöðru á stærð við epli á eggja­stokknum

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Fyrirsætan Hailey Bieber deildi því með fylgjendum sínum á Instagram að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Ákvað hún að deila þessu, þar sem fjölmargar konur glíma við sama vandamál.
Fyrirsætan Hailey Bieber deildi því með fylgjendum sínum á Instagram að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Ákvað hún að deila þessu, þar sem fjölmargar konur glíma við sama vandamál. Getty/Axelle/Bauer-Griffin

Fyrirsætan Hailey Bieber opnaði sig við fylgjendur sína á Instagram í gær og sagði frá því að hún væri með stóra blöðru á eggjastokknum sem ylli henni talsverðum óþægindum. Hún sagðist vilja deila þessu, þar sem fjölmargar aðrar konur væru að glíma við sama vandamál.

Bieber deildi mynd af maganum sínum og tók fram að hún væri ekki ólétt. Vísaði hún þá líklega til þess að magi hennar liti öðruvísi út en þegar hún sýnir hann venjulega.

„Ég er ekki með Endómetríósu eða PCOS en ég fæ reglulega blöðrur á eggjastokkana og það er aldrei gaman,“ skrifaði Bieber undir myndina.

Hailey Bieber ræddi á persónulegu nótunum við fylgjendur sína á Instagram.Instagram

„Ég er viss um að margar ykkar geti tengt við þetta“

Hún sagði frá því að þessa stundina væri hún með blöðru á stærð við epli. Þá tók hún fram að blöðrunum fylgdi gjarnan mikill sársauki. Hún fyndi fyrir ógleði og væri útþanin og viðkvæm.

Kvaðst hún vilja deila þessu með fylgjendum sínum þar sem margar konur væru að glíma við sama vandamál.

„Ég er viss um að margar ykkar geti virkilega tengt við þetta og skilja mig. Við getum þetta,“ skrifaði Bieber að lokum.

Þetta er ekki fyrsti heilsubresturinn sem Bieber hefur þurft að glíma við á þessu ári. Í mars var hún lögð inn á spítala eftir að hún hafði fengið blóðtappa í heilann. Hún jafnaði sig þó fljótt og var talið að um einangrað atvik hafi verið að ræða.


Tengdar fréttir

Justin Bieber óttast um eiginkonu sína Hailey

Hailey Bieber var lögð inn á spítala í síðustu viku vegna blóðtappa í heilanum og hefur eiginmaður hennar Justin Bieber varla getað sofið úr áhyggjum síðan. Henni heilsast vel í dag og vonandi er um einangrað atvik að ræða.

Endurskapar Bieber nafnið: Ein stærsta tískufyrirmynd sinnar kynslóðar

Það er óhætt að segja að hin undurfagra Hailey Bieber sé ein helsta tískufyrirmynd ungra kvenna í dag. Stíll hennar er einstaklega töff en á sama tíma afslappaður og áreynslulaus, sem gerir það að verkum að auðvelt er fyrir hvern sem er að endurskapa hann.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.