Hailey var lögð inn á spítala í Palm Springs vegna einkenna sem minntu á heilablóðfall. Hún opnaði sig um atvikið við fylgjendur sína eftir að upphaflega hafði verið staðfest að hún væri ekki heil heilsu án nánari upplýsinga.
„Á fimmtudagsmorgun sat ég við morgunverðarborðið með eiginmanni mínum þegar ég byrjaði að fá einkenni sem minntu á heilablóðfall,“
sagði Hailey frá á samfélagsmiðli sínum. Í kjólfarið var hún flutt á spítala þar sem orsök einkennana komu í ljós.
„Þau sáu að ég hafði verið með með lítinn blóðtappa í heilanum sem olli súrefnisskorti en líkaminn minn hafði losað sig sjálfur við tappann og ég var orðin full heilsu innan nokkurra klukkutíma.“
Hún bætti því við að þó að þetta hafi verið eitt óhugnarlegasta atvik lífsins sé hún komin heim og í góðu ástandi. Hún þakkar öllum hjúkrunarfræðingunum og læknunum sem hugsuðu um hana á spítalanum.