Erlent

„Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar“

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Pútín hver? Það koma víst jól, segja Úkraínumenn.
Pútín hver? Það koma víst jól, segja Úkraínumenn. Getty/Kevin C. Cox

Borgaryfirvöld í Kænugarði hyggjast reisa jólatré út um alla borg til að sýna að Rússum takist ekki að berja niður jólaanda borgarbúa, þrátt fyrir sprengjuárásir og orkuskort.

„Það er enginn að fara að afboða áramótin né jól og andrúmsloft nýja ársins á að ríkja,“ sagði borgarstjórinn Vitali Klitschko í samtali við fréttaveituna RBC-Ukraine.

„Við getum ekki leyft Pútín að stela jólunum okkar,“ sagði hann einnig.

Rússar hafa verið iðnir við árásir á orkuinnviði Úkraínu og sökum orkuskortsins í landinu verða trén ljóslaus að sögn Sergey Kovalenko, framkvæmdastjóra orkufyrirtækisins YASNO. 

Klitschko sagði að það yrðu hins vegar engar fjöldasamkomur né tónleikar í ár, líkt og venja er um áramót.

Orkuskortur og hækkandi orkuverð í Evrópu hefur orðið til þess að yfirvöld hafa þurft að grípa til ýmissa úrræða til að draga úr orkunotkun.

Í Ungverjalandi hefur söfnum, leikhúsum, sundlaugum og íþróttaleikvöngum verið lokað yfir vetrartímann. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×