Safnað fyrir fimmtán ára pilt sem slasaðist illa í bruna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 17:35 Foreldrar Sigurgeirs, þau Ísak og Noi reka verslunina Ásbyrgi en sjá ekki fram á að geta sinnt rekstrinum meðfram bataferli sonarins. Facebook „Hann er núna á brunadeildinni í Uppsölum og er haldið sofandi. Mér skilst að það sé allt samkvæmt áætlun en það er löng og erfið barátta framundan. Langur og hægur batavegur,“ segir Jón Ármann Gíslason sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði. Hrundið hefur verið af stað söfnun til að styðja við bakið á hinum 15 ára gamla Sigurgeir Sankla Ísakssyni og foreldrum hans en Sigurgeir hlaut alvarleg brunasár í síðustu viku og dvelur nú á sérhæfðri brunadeild á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411 Norðurþing Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411
Norðurþing Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira