Foreldrar á Seltjarnarnesi segja ástandið ólíðandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 18:20 Lögregla stöðvaði samkvæmi menntskælinga í gærkvöldi. vísir/vilhelm/aðsend Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram. Tilefnið eru fréttir af bjórkvöldi menntaskólanema í veislusal sem var leigður af íþróttafélaginu Gróttu og lögregla leysti upp í gærkvöldi. Elfa Antonsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir í samtali við Vísi að foreldrafélagið vilji ekki að íþróttafélag barna þeirra sé bendlað við samkvæmi sem þessi. Hún vill ekki ræða málið frekar en vísar í yfirlýsingu foreldrafélagsins sem hún birti í kvöld. Skjáskot af færslu Elfu í Facebook-hópi íbúa Seltjarnarness.facebook „Við höfum ítrekað heyrt af sambærilegum bjórkvöldum framhaldsskólanema í sölum Gróttu. Til að mynda var eitt slíkt haldið um síðustu helgi þar sem fyrrum Valhýsingar voru meðal gesta,“ segir í yfirlýsingu foreldrafélagsins. „Fulltrúar foreldrafélagsins hafa síðan í mars sl. barist fyrir því á öllum vígstöðvum að Grótta hætti að leigja sali sína fyrir viðburði þar sem drykkja barna undir lögaldri fer fram. Við höfum fundað bæði með núverandi og fyrrverandi bæjarstjóra, fræðslufulltrúa bæjarins og málið hefur verið tekið upp hjá skólanefnd bæjarins. Þetta er því ekki nýtt vandamál eða einstakt atvik.“ Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.vísir/vilhelm Grótta segist hafa verið blekkt Íþróttafélagið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem það segist hafa verið gabbað af þeim sem leigði salinn undir gærkvöldið. Sá hafi verið 23 ára gamall og lofað Gróttu því að allir gestir í samkvæminu yrðu tvítugir eða eldri. „Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir í yfirlýsingu Gróttu. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað.“ Niðurskurður í æskulýðsmálum Foreldrafélagið fagnar því að fréttir af gærkvöldinu hafi knúið Gróttu til aðgerða og ábyrgðar en segir að foreldrafélagið krefjist þess að nú verði teknir upp breyttir og betri starfshættir. Foreldrafélagið hefur lengi barist fyrir því að æskulýðsmál í sveitarfélaginu verði tekin í gegn, allt frá því að staða æskulýðsfulltrúa var lögð niður árið 2020 í niðurskurði í æskulýðsmálum. Það telur atvik gærkvöldsins undirstrika þörf fyrir miklar úrbætur í æskulýðsmálunum, að minnsta kosti að sveitarfélagið endurveki stöðu æskulýðsfulltrúa. Seltjarnarnes Grótta Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram. Tilefnið eru fréttir af bjórkvöldi menntaskólanema í veislusal sem var leigður af íþróttafélaginu Gróttu og lögregla leysti upp í gærkvöldi. Elfa Antonsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir í samtali við Vísi að foreldrafélagið vilji ekki að íþróttafélag barna þeirra sé bendlað við samkvæmi sem þessi. Hún vill ekki ræða málið frekar en vísar í yfirlýsingu foreldrafélagsins sem hún birti í kvöld. Skjáskot af færslu Elfu í Facebook-hópi íbúa Seltjarnarness.facebook „Við höfum ítrekað heyrt af sambærilegum bjórkvöldum framhaldsskólanema í sölum Gróttu. Til að mynda var eitt slíkt haldið um síðustu helgi þar sem fyrrum Valhýsingar voru meðal gesta,“ segir í yfirlýsingu foreldrafélagsins. „Fulltrúar foreldrafélagsins hafa síðan í mars sl. barist fyrir því á öllum vígstöðvum að Grótta hætti að leigja sali sína fyrir viðburði þar sem drykkja barna undir lögaldri fer fram. Við höfum fundað bæði með núverandi og fyrrverandi bæjarstjóra, fræðslufulltrúa bæjarins og málið hefur verið tekið upp hjá skólanefnd bæjarins. Þetta er því ekki nýtt vandamál eða einstakt atvik.“ Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.vísir/vilhelm Grótta segist hafa verið blekkt Íþróttafélagið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem það segist hafa verið gabbað af þeim sem leigði salinn undir gærkvöldið. Sá hafi verið 23 ára gamall og lofað Gróttu því að allir gestir í samkvæminu yrðu tvítugir eða eldri. „Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir í yfirlýsingu Gróttu. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað.“ Niðurskurður í æskulýðsmálum Foreldrafélagið fagnar því að fréttir af gærkvöldinu hafi knúið Gróttu til aðgerða og ábyrgðar en segir að foreldrafélagið krefjist þess að nú verði teknir upp breyttir og betri starfshættir. Foreldrafélagið hefur lengi barist fyrir því að æskulýðsmál í sveitarfélaginu verði tekin í gegn, allt frá því að staða æskulýðsfulltrúa var lögð niður árið 2020 í niðurskurði í æskulýðsmálum. Það telur atvik gærkvöldsins undirstrika þörf fyrir miklar úrbætur í æskulýðsmálunum, að minnsta kosti að sveitarfélagið endurveki stöðu æskulýðsfulltrúa.
Seltjarnarnes Grótta Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Sjá meira
Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05