Foreldrar á Seltjarnarnesi segja ástandið ólíðandi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 26. nóvember 2022 18:20 Lögregla stöðvaði samkvæmi menntskælinga í gærkvöldi. vísir/vilhelm/aðsend Foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness segir ástand í æskulýðsmálum á Seltjarnarnesi ólíðandi. Sveitarfélagið hafi dregið það of lengi að endurvekja stöðu æskulýðsfulltrúa sem var lögð niður fyrir tveimur árum og ekki sé boðlegt að íþróttafélag hverfisins leigi menntaskólanemum sali sína undir bjórkvöld. Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram. Tilefnið eru fréttir af bjórkvöldi menntaskólanema í veislusal sem var leigður af íþróttafélaginu Gróttu og lögregla leysti upp í gærkvöldi. Elfa Antonsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir í samtali við Vísi að foreldrafélagið vilji ekki að íþróttafélag barna þeirra sé bendlað við samkvæmi sem þessi. Hún vill ekki ræða málið frekar en vísar í yfirlýsingu foreldrafélagsins sem hún birti í kvöld. Skjáskot af færslu Elfu í Facebook-hópi íbúa Seltjarnarness.facebook „Við höfum ítrekað heyrt af sambærilegum bjórkvöldum framhaldsskólanema í sölum Gróttu. Til að mynda var eitt slíkt haldið um síðustu helgi þar sem fyrrum Valhýsingar voru meðal gesta,“ segir í yfirlýsingu foreldrafélagsins. „Fulltrúar foreldrafélagsins hafa síðan í mars sl. barist fyrir því á öllum vígstöðvum að Grótta hætti að leigja sali sína fyrir viðburði þar sem drykkja barna undir lögaldri fer fram. Við höfum fundað bæði með núverandi og fyrrverandi bæjarstjóra, fræðslufulltrúa bæjarins og málið hefur verið tekið upp hjá skólanefnd bæjarins. Þetta er því ekki nýtt vandamál eða einstakt atvik.“ Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.vísir/vilhelm Grótta segist hafa verið blekkt Íþróttafélagið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem það segist hafa verið gabbað af þeim sem leigði salinn undir gærkvöldið. Sá hafi verið 23 ára gamall og lofað Gróttu því að allir gestir í samkvæminu yrðu tvítugir eða eldri. „Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir í yfirlýsingu Gróttu. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað.“ Niðurskurður í æskulýðsmálum Foreldrafélagið fagnar því að fréttir af gærkvöldinu hafi knúið Gróttu til aðgerða og ábyrgðar en segir að foreldrafélagið krefjist þess að nú verði teknir upp breyttir og betri starfshættir. Foreldrafélagið hefur lengi barist fyrir því að æskulýðsmál í sveitarfélaginu verði tekin í gegn, allt frá því að staða æskulýðsfulltrúa var lögð niður árið 2020 í niðurskurði í æskulýðsmálum. Það telur atvik gærkvöldsins undirstrika þörf fyrir miklar úrbætur í æskulýðsmálunum, að minnsta kosti að sveitarfélagið endurveki stöðu æskulýðsfulltrúa. Seltjarnarnes Grótta Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þetta kemur fram. Tilefnið eru fréttir af bjórkvöldi menntaskólanema í veislusal sem var leigður af íþróttafélaginu Gróttu og lögregla leysti upp í gærkvöldi. Elfa Antonsdóttir, formaður foreldrafélagsins, segir í samtali við Vísi að foreldrafélagið vilji ekki að íþróttafélag barna þeirra sé bendlað við samkvæmi sem þessi. Hún vill ekki ræða málið frekar en vísar í yfirlýsingu foreldrafélagsins sem hún birti í kvöld. Skjáskot af færslu Elfu í Facebook-hópi íbúa Seltjarnarness.facebook „Við höfum ítrekað heyrt af sambærilegum bjórkvöldum framhaldsskólanema í sölum Gróttu. Til að mynda var eitt slíkt haldið um síðustu helgi þar sem fyrrum Valhýsingar voru meðal gesta,“ segir í yfirlýsingu foreldrafélagsins. „Fulltrúar foreldrafélagsins hafa síðan í mars sl. barist fyrir því á öllum vígstöðvum að Grótta hætti að leigja sali sína fyrir viðburði þar sem drykkja barna undir lögaldri fer fram. Við höfum fundað bæði með núverandi og fyrrverandi bæjarstjóra, fræðslufulltrúa bæjarins og málið hefur verið tekið upp hjá skólanefnd bæjarins. Þetta er því ekki nýtt vandamál eða einstakt atvik.“ Grunnskóli Seltjarnarness varð til við sameiningu Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.vísir/vilhelm Grótta segist hafa verið blekkt Íþróttafélagið sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem það segist hafa verið gabbað af þeim sem leigði salinn undir gærkvöldið. Sá hafi verið 23 ára gamall og lofað Gróttu því að allir gestir í samkvæminu yrðu tvítugir eða eldri. „Miðað við fréttir dagsins hefur það reynst rangt og hefur leigjandinn gerst sekur um að brjóta skilmála samningsins,“ segir í yfirlýsingu Gróttu. „Nú leitast félagið við að styrkja og breyta verklagi til þess að fyrirbyggja að svona atvik komi upp. Nú þegar hefur verið ákveðið að starfsmaður félagsins gangi úr skugga um að ekki séu ungmenni að koma til samkvæmisins þegar það hefst og stöðva þá veisluna áður en hún fer af stað.“ Niðurskurður í æskulýðsmálum Foreldrafélagið fagnar því að fréttir af gærkvöldinu hafi knúið Gróttu til aðgerða og ábyrgðar en segir að foreldrafélagið krefjist þess að nú verði teknir upp breyttir og betri starfshættir. Foreldrafélagið hefur lengi barist fyrir því að æskulýðsmál í sveitarfélaginu verði tekin í gegn, allt frá því að staða æskulýðsfulltrúa var lögð niður árið 2020 í niðurskurði í æskulýðsmálum. Það telur atvik gærkvöldsins undirstrika þörf fyrir miklar úrbætur í æskulýðsmálunum, að minnsta kosti að sveitarfélagið endurveki stöðu æskulýðsfulltrúa.
Seltjarnarnes Grótta Lögreglumál Tengdar fréttir Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Uppfært: Hvorki vopn né grímur á bjórkvöldi ungmenna á Nesinu Fjölmennt lið lögreglu leysti upp bjórkvöld menntaskólanema í samkomusal í Íþróttamiðstöðinni á Seltjarnarnesi laust eftir miðnætti. Mikil ölvun var á staðnum og fjölmargir menntaskólanemar á aldrinum 16 til 17 ára meðal gesta. 26. nóvember 2022 02:05
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent