Innlent

Hægt sjón­varp úr mið­bænum í kvöld

Árni Sæberg skrifar
Lögreglan verður sýnileg í miðborginni í kvöld.
Lögreglan verður sýnileg í miðborginni í kvöld. Vísir/Vilhelm

Lögregla verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og nótt. Lesendur Vísis geta séð miðborgina úr lofti á Vísi í kvöld.

Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Lögreglan telur ekki ástæðu til þess að forðast miðbæinn.

Lögreglan bað fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr í kvöld í færslu á Facebook undir yfirskriftinni „Við erum hér fyrir þig!“

Fréttastofa býður upp á hægt sjónvarp að norskri fyrirmynd þar sem hægt er að fylgjast með næturlífinu úr fjarlægð.

Útsendingu úr miðbænum má sjá í spilaranum hér að neðan og á Stöð 2 Vísi.


Tengdar fréttir

Lög­reglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld

Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.