Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Lögreglan telur ekki ástæðu til þess að forðast miðbæinn.
Lögreglan bað fólk að ganga hægt um gleðinnar dyr í kvöld í færslu á Facebook undir yfirskriftinni „Við erum hér fyrir þig!“
Fréttastofa býður upp á hægt sjónvarp að norskri fyrirmynd þar sem hægt er að fylgjast með næturlífinu úr fjarlægð.
Útsendingu úr miðbænum má sjá í spilaranum hér að neðan og á Stöð 2 Vísi.