Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2022 21:05 Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur ekki ásæðu til þess að fólk forðist miðbæinn í kvöld. Stöð 2/Steingrímur Dúi Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira