Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2022 21:05 Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur ekki ásæðu til þess að fólk forðist miðbæinn í kvöld. Stöð 2/Steingrímur Dúi Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira