Hoppar yfir Bestu deildina og út í atvinnumennsku eins og Eyjólfur Sverris Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2022 13:02 Kjartan Kári Halldórsson var markakóngur Lengjudeildarinnar í sumar. FK Haugesund Gróttumaðurinn Kjartan Kári Halldórsson tekur nú risastökk á sínum ferli með því að gerast atvinnumaður hjá norska félaginu Haugesund. Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans. Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Kjartan Kári hefur spilað undanfarin tvö tímabil með Gróttu í Lengjudeildinni og er einn af fáum leikmönnum sem hefur hoppað yfir efstu deild á Íslandi á leið sinni út í atvinnumennsku. Kjartan Kári æfði hjá Haugesund í október og fékk fjögurra ára samning í framhaldinu. View this post on Instagram A post shared by Grótta knattspyrna (@grottaknattspyrna) Hinn nítján ára gamli Kjartan Kári var markahæsti leikmaður Lenjudeildarinnar í sumar með 17 mörk í 19 leikjum en árið á undan skoraði hann 8 mörk í 19 leikjum í b-deildinni. Kjartan Kári spilaði sex leiki í efstu deild sumarið 2020 en skoraði ekki. Hann hefur gert 25 mörk í B-deildinni undanfarin tvö sumur. Besta dæmið um leikmann sem tók svona risastökk úr b-deildinni og í atvinnumennsku er líka Eyjólfur Sverrisson. Eyjólfur náði aldrei að spila í efstu deild á Íslandi, hvorki áður en hann fór né í lok ferils síns. Eyjólfur lék með Tindastól í b-deildinni sumarið 1989 og var markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk í 18 leikjum. Hann var þarna 21 árs gamall. Hann skoraði líka fernu í 4-0 sigri 21 árs landsliðsins í byrjun september sem vakti enn meiri athygli á honum. Frétt um fyrsta mark Eyjólfs Sverrissonar fyrir Stuttgart.Timarit.is/Morgunblaðið Svo fór að hann tók stökkið frá Tindastól og yfir í þýska liðið VfB Stuttgart. Hann var þarna framherji en átti síðan eftir að færa sig aftar á völlinn. Eyjólfur skoraði eitt mark í þremur leikjum á 1989-90 tímabilinu og gerði alls 23 mörk í 121 deildarleik með þýska félaginu. Eyjólfur spilaði síðan í Tyrklandi í eitt tímabil áður en hann kláraði feril sinn með því að spila í átta tímabil með Hertha BSC Berlin. Alls spilaði Eyjólfur 339 deildarleiki sem atvinnumaður í efstu deild. Eyjólfur kom til Stuttgart eftir áramótin 1990 og vann sig inn í aðalliðið áður en tímabilinu lauk. Eyjólfur skoraði fyrsta markið sitt eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum öðrum leik en markið gerði hann í 4-0 sigri á Nuremberg 1. maí 1990. Eyjólfur skoraði markið með skalla eftir hornspyrnu frá Ásgeiri Sigurvinssyni. Hann átti einnig þátt í öðru marki sem var skorað eftir frákast af skoti hans.
Norski boltinn Grótta Besta deild karla Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira