Erlent

Handa­lög­mál milli þing­manna í þing­sal

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skjáskot úr myndbandi af slagsmálunum.
Skjáskot úr myndbandi af slagsmálunum.

Það kom til slagsmála á þinginu í Síerra Leóne í dag þegar flokkurinn sem er við stjórn í landinu reyndi að koma í gegn breytingum á kosningakerfi landsins. Þingmenn reyndu að slá hvorn annan og grýttu hlutum í kollega sína. 

Slagsmálin urðu eftir ræðu frá þingmanni síerralónska ríkisstjórnarflokkinum Flokki fólksins. Þar mældi hann með því að ríkið myndi taka upp hlutfallskosningu í næstu þingkosningum. 

BBC birti myndband af slagsmálunum í dag. Þar segir að stjórnarandstöðuflokkurinn, Alþýðuþingsflokkurinn, telji breytingarnar ekki í samræmi við stjórnarskrá landsins. 

Síerra Leóne er staðsett á vesturhorni Afríku. Íbúar þar eru rúmlega átta milljónir talsins en ríkið er eitt það fátækasta í heimi. Tæplega 93 prósent landsins lifa í fátækt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×