Fótbolti

Glódís og stöllur fengu skell í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München máttu þola 3-0 tap gegn Barcelona í kvöld.
Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern München máttu þola 3-0 tap gegn Barcelona í kvöld. Joao Rico/DeFodi Images via Getty Images

Glódís Perla Viggósdóttir stóð vaktina í vörn Bayern München er liðið heimsótti Barcelona í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Heimakonur í Barcelona unnu öruggan 3-0 sigur og sitja nú einar á toppi D-riðils.

Glódís lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bayern í kvöld, en Cecilía Rán Rúnarsdóttir þurfti að gera sér bekkjarsetu að góðu.

Hvorugu liðinu tókst að finna netmöskvana í fyrri hálfleik og staðan var því enn markalaus þegar gengið var til búningsherbergja.

Geyse kom heimakonum hins vegar í forystu snemma í síðari hálfleik áður en Aitana Bonmati skoraði annað mark liðsins eftir um klukku tíma leik. Það var svo Claudia Pina sem gulltryggði sigur Barcelona með marki á 66. mínútu og lokatölur því 3-0.

Heimakonur í Barcelona sitja nú einar á toppi D-riðils með níu stig eftir þrjá leiki, en Íslendingalið Bayern situr í öðru sæti með sex stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.