Framhald kjaraviðræðna ræðst í Karphúsinu í dag Heimir Már Pétursson skrifar 24. nóvember 2022 14:18 Forysta Starfsgreinasambandsins, VR og Landsambands verslunarmanna settist sameiginlegan sáttafund með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara í hádeginu. Stöð 2/Sigurjón Forysta aðila almenna vinnumarkaðarins situr nú á fundi hjá ríkissáttasemjara til að meta möguleika á áframhaldandi viðræðum eftir fund með forsætisráðherra í morgun. Ríkisstjórnin er reiðubúin að liðka fyrir samningum og forsætisráðherra hefur skilning á að horft sé til skammtímasamninga við núverandi aðstæður. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu Starfsgreinasambandsins, samtaka verslunarmanna, forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins á sinn fund með skömmum fyrirvara klukkan hálf tíu í morgun. Það var þungt hljóð í samningamönnum fyrir fundinn vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkunar Seðlabankans í gær. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir jákvætt að stjórnvöld vilji leggja sitt að mörkum til að ná saman kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins var þó heldur jákvæðari að fundi loknum. „Það er ánægjulegt að heyra að stjórnvöld eru tilbúin til að koma að því að liðka fyrir kjarasamningum. Við vissum það svo sem en það er ekkert fast í hendi í þeim málum,“ sagði Vilhjálmur. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Útspil Seðlabankans í gær hafi verið kolrangt á þessum tímapunkti. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins segir útspil Seðlabankans með hækkun vaxta í gær hafa verið kolrangt.Vísir/Vilhelm „Við skulum sjá hvað gerist í dag og næstu daga. Ég auðvitað vænti þess og skynja að það er vilji til að koma inn í málin ef þörf þykir. Það er auðvitað verulega gott fyrir okkur.“ Óttast þú að það slitni upp úr viðræðum í dag, það komu hvassar yfirlýsingar t.d. frá formanni VR? „Staðan er auðvitað bara brothætt,“ sagði Kristján Þórður eftir fundinn með forsætisráðherra. Katrín ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga ef þess yrði óskað. Katrín Jakobsdóttir hefur skilning á að aðilar vinnumarkaðarins horfi til skammtímasamninga miðað við þá óvissu sem ríkji í efnahagsmálum heimsins.Vísir/Vilhelm Ertu sammála sammála því mati þeirra, aðila vinnumarkaðarins, að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tíma hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir. Það er ekki svo að framkvæmdavaldið hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það,“ segir Katrín. Hún hefði skilning á því að stefnt væri að skammtímasamningum við þær aðstæður sem nú ríktu í efnahagsmálum heimsins. Væri mjög slæmt ef það slitnaði upp úr viðræðum núna? „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað af launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir markmiðið skýrt og það sé að koma kjaraviðræðum aftur á strik.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að brugðið geti til beggja vona á fundi deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Það hafi hins vegar verið klókt hjá forsætisráðherra að boða til fundarins í morgun. „Og markmið dagsins er alveg skýrt og við komum ágætlega nestuð eftir þennan fund með forsætisráðherra. Markmiðið er að halda áfram að vinna að gerðkjarasamnings. Koma þessum viðræðum aftur á þá teina sem þær voru komnar á áður en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti um þessa misráðnu ákvörðun sína,“ sagði Halldór Benjamín áður en hann hélt síðan á fund með fulltrúum verkalýðsfélaganna hjá ríkissáttasemjara. Þar settust samningsaðilar á sameiginlegan fund um klukkan hálf eitt sem búist er við að standi fram eftir degi. Að honum loknum ætti að vera ljóst hvort aðilar vinnumarkaðarins telji fært að halda viðræðunum áfram eða hvort slitnar upp úr þeim. Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Allir sjái að mikið sé undir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. 24. nóvember 2022 11:32 Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. 24. nóvember 2022 11:02 Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54 Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. 24. nóvember 2022 10:30 Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðaði forystu Starfsgreinasambandsins, samtaka verslunarmanna, forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins á sinn fund með skömmum fyrirvara klukkan hálf tíu í morgun. Það var þungt hljóð í samningamönnum fyrir fundinn vegna 0,25 prósentustiga vaxtahækkunar Seðlabankans í gær. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir jákvætt að stjórnvöld vilji leggja sitt að mörkum til að ná saman kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins var þó heldur jákvæðari að fundi loknum. „Það er ánægjulegt að heyra að stjórnvöld eru tilbúin til að koma að því að liðka fyrir kjarasamningum. Við vissum það svo sem en það er ekkert fast í hendi í þeim málum,“ sagði Vilhjálmur. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins segist hafa miklar áhyggjur af stöðunni. Útspil Seðlabankans í gær hafi verið kolrangt á þessum tímapunkti. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti Alþýðusambandsins segir útspil Seðlabankans með hækkun vaxta í gær hafa verið kolrangt.Vísir/Vilhelm „Við skulum sjá hvað gerist í dag og næstu daga. Ég auðvitað vænti þess og skynja að það er vilji til að koma inn í málin ef þörf þykir. Það er auðvitað verulega gott fyrir okkur.“ Óttast þú að það slitni upp úr viðræðum í dag, það komu hvassar yfirlýsingar t.d. frá formanni VR? „Staðan er auðvitað bara brothætt,“ sagði Kristján Þórður eftir fundinn með forsætisráðherra. Katrín ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga ef þess yrði óskað. Katrín Jakobsdóttir hefur skilning á að aðilar vinnumarkaðarins horfi til skammtímasamninga miðað við þá óvissu sem ríkji í efnahagsmálum heimsins.Vísir/Vilhelm Ertu sammála sammála því mati þeirra, aðila vinnumarkaðarins, að þetta hafi verið óheppileg ákvörðun á þessum tíma hjá Seðlabankanum? „Nú er það auðvitað Seðlabankans að taka vaxtaákvarðanir. Það er ekki svo að framkvæmdavaldið hafi afskipti af þeim. Þannig að ég ætla ekki að tjá mig um þessa vaxtaákvörðun Seðlabankans umfram það,“ segir Katrín. Hún hefði skilning á því að stefnt væri að skammtímasamningum við þær aðstæður sem nú ríktu í efnahagsmálum heimsins. Væri mjög slæmt ef það slitnaði upp úr viðræðum núna? „Að sjálfsögðu væri það slæmt. Það er okkar allra hagur, þessa samfélags, að hér sé friður á vinnumarkaði. Að launafólk geti lifað af launum sínum. Að atvinnulífið geti haldið áfram. Það er okkar allra hagur,“ segir Katrín. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA segir markmiðið skýrt og það sé að koma kjaraviðræðum aftur á strik.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að brugðið geti til beggja vona á fundi deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Það hafi hins vegar verið klókt hjá forsætisráðherra að boða til fundarins í morgun. „Og markmið dagsins er alveg skýrt og við komum ágætlega nestuð eftir þennan fund með forsætisráðherra. Markmiðið er að halda áfram að vinna að gerðkjarasamnings. Koma þessum viðræðum aftur á þá teina sem þær voru komnar á áður en peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti um þessa misráðnu ákvörðun sína,“ sagði Halldór Benjamín áður en hann hélt síðan á fund með fulltrúum verkalýðsfélaganna hjá ríkissáttasemjara. Þar settust samningsaðilar á sameiginlegan fund um klukkan hálf eitt sem búist er við að standi fram eftir degi. Að honum loknum ætti að vera ljóst hvort aðilar vinnumarkaðarins telji fært að halda viðræðunum áfram eða hvort slitnar upp úr þeim.
Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Allir sjái að mikið sé undir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. 24. nóvember 2022 11:32 Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. 24. nóvember 2022 11:02 Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54 Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. 24. nóvember 2022 10:30 Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Fannst heill á húfi Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Sjá meira
Allir sjái að mikið sé undir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. 24. nóvember 2022 11:32
Ítrekaði að stjórnvöld væru reiðubúin að greiða fyrir gerð kjarasamninga Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi með fundi sínum með fulltrúm verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins viljað ítreka það sem áður hafði komið fram. Að stjórnvöld séu reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til greiða fyrir gerð kjarasamninga, ef þess er einhver kostur að þeir náist. 24. nóvember 2022 11:02
Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54
Félagsmenn Vilhjálms ekki með neinar tær á Tenerife Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, gagnrýndi stýrivaxtahækkun Seðlabankans harkalega er hann gekk inn á fund forsætisráðherra sem boðað var til með aðilum vinnumarkaðarins í morgun með nær engum fyrirvara. 24. nóvember 2022 10:30
Forsætisráðherra boðar samningsaðila í kjaraviðræðum á fund Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur boðað samningaaðila í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði á sinn fund í Stjórnarráðshúsinu í Lækjargötu klukkan 9:30. 24. nóvember 2022 09:07