Innlent

Aukið ofbeldi og meira um vopn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Páll Winkel segir miklar breytingar hafa orðið innan veggja íslenskra fangelsa síðustu árin.
Páll Winkel segir miklar breytingar hafa orðið innan veggja íslenskra fangelsa síðustu árin. vísir/vilhelm

Síðastliðin ár hefur færst mjög í vöxt að fangar í íslenskum fangelsum beiti ofbeldi og noti til þess vopn af ýmsu tagi. Bæði fangar og fangaverðir hafa orðið fyrir heilsutjóni vegna þessa.

Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Morgunblaðið í morgun. Hann segir nýjan veruleika tekinn við í þessum efnum og að vopn finnist nú reglulega í klefum og sameiginlegum rýmum fangelsa landsins. Þetta hafi fyrir nokkrum árum verið nánast óþekkt.

Í blaðinu er rætt við nokkra fangaverði og fullyrt að uppi sé hávær krafa um að þeir fái aukinn varnarbúnað, til að mynda högg- og hnífavesti auk þess sem rafbyssur hafa verið nefndar í þessu sambandi.

Enn sem komið er mun ekki vera dæmi um að vopnum hafi verið beitt gegn fangavörðum heldur aðeins í átökum á milli fanga. Þó er greint frá því að fangaverðir hafi komist á snoðir um ráðabrugg nokkurra fanga þar sem til stóð að hella heitri olíu yfir tiltekinn fangavörð í hefndarskyni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×