Innlent

Níu hand­teknir í höfuð­borginni fyrir vörslu og/eða sölu fíkni­efna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Fangageymslur lögreglu virðast hafa verið þéttsetnar í nótt.
Fangageymslur lögreglu virðast hafa verið þéttsetnar í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók níu einstaklinga í nótt sem eru grunaðir um vörslu og/eða sölu fíkniefna. Þá voru höfð afskipti af nokkrum til viðbótar þar sem lagt var hald á ætluð fíkniefni.

Þrír voru handteknir í póstnúmerinu 105 um klukkan 23, grunaðir um vörslu fíkniefna, brot á vopnalögum og fleira. Lagt var hald á ætluð fíkniefni, þýfi og vopn og mennirnir vistaðir í fangageymslum.

Klukkutíma síðar var maður handtekinn í miðborginni grunaður um vörslu og sölu fíkniefna en maðurinn var í miðri sölu þegar lögregla hafði af honum afskipti. Kaupandinn verður kærður fyrir vörslu fíkniefna.

Upp úr miðnætti voru þrír handteknir í miðbænum grunaðir um vörslu og sölu. Þá voru höfð afskipti af tveimur mönnum fyrr um kvöldið vegna vörslu fíkniefna.

Í umdæminu Kópavogur/Breiðholt var maður handtekinn um kvöldmatarleytið grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Var hann vistaður í fangageymslu. Þá var annar maður handtekinn í sama umdæmi rétt fyrir miðnætti af sömu sökum. Sá var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum. Einn ökumaður var handtekinn þar sem hann reyndist ekki hafa gild ökuréttindi og þá reyndist hann eftirlýstur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×