Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga Kristján Már Unnarsson skrifar 23. nóvember 2022 17:05 Hekluskógar kallast verkefni Skógræktarinnar og Landgræðslunnar sem felst í endurheimt birkiskóga í nágrenni Heklu. Vísir Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings. Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, taldi sig geta fullyrt að Þorláksskógar væru langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi. Það tæki yfir svæði sem væri stærra en allt höfuðborgarsvæðið, en þetta sagði hann í fréttum Stöðvar 2 sem og í þættinum Um land allt. „Við í Rangárþingi ytra vorum aðeins að spá í tjáningu Ölfusinga um að Þorláksskógar væru stærsta skógræktarverkefni á Íslandi,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en hann áframsendi tölvupóstsamskipti við Skógræktina í dag þar sem fram kemur að Hekluskógar næðu yfir 100.000 hektara á móti hámark 4.500 hekturum undir Þorláksskóga. Nýr birkiskógur vex upp í grennd við Heklu.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra, sendi fyrr í dag svohljóðandi fyrirspurn á Skógræktina: „Eru ekki Hekluskógar stærri en væntanlegir Þorláksskógar?“ Svohljóðandi svar barst Rangárþingi ytra frá Hreini Óskarssyni, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni: „Jú, það er hárrétt hjá þér. Hekluskógar eru stærsta skógræktarverkefni landsins / endurheimtarverkefni birkiskóga. Starfssvæði verkefnisins er um 100.000 hektarar eða um 1% Íslands og innan þess er áætlað að koma upp um 60 þúsund hekturum birkiskóga. Þorláksskógaverkefnið er vissulega stórt verkefni á landsvísu ca 4.000-4.500 hektarar en aðeins brot af starfssvæði Hekluskóga,“ segir í svari sviðsstjóra þjóðskóganna. Frá gróðursetningu. Hekla í baksýn.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson „Það væri örugglega gaman fyrir ykkur að gera frétt um Hekluskógaverkefnið því ég held að menn geri sér ekki grein fyrir umfanginu því þetta eru jú tæplega 1% af flatamáli Íslands,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra. Skógrækt og landgræðsla Rangárþing ytra Ölfus Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Grétar Ingi Erlendsson, formaður bæjarráðs Ölfuss, taldi sig geta fullyrt að Þorláksskógar væru langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi. Það tæki yfir svæði sem væri stærra en allt höfuðborgarsvæðið, en þetta sagði hann í fréttum Stöðvar 2 sem og í þættinum Um land allt. „Við í Rangárþingi ytra vorum aðeins að spá í tjáningu Ölfusinga um að Þorláksskógar væru stærsta skógræktarverkefni á Íslandi,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra, en hann áframsendi tölvupóstsamskipti við Skógræktina í dag þar sem fram kemur að Hekluskógar næðu yfir 100.000 hektara á móti hámark 4.500 hekturum undir Þorláksskóga. Nýr birkiskógur vex upp í grennd við Heklu.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson Haraldur Birgir Haraldsson, skipulags- og byggingafulltrúi Rangárþings ytra, sendi fyrr í dag svohljóðandi fyrirspurn á Skógræktina: „Eru ekki Hekluskógar stærri en væntanlegir Þorláksskógar?“ Svohljóðandi svar barst Rangárþingi ytra frá Hreini Óskarssyni, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni: „Jú, það er hárrétt hjá þér. Hekluskógar eru stærsta skógræktarverkefni landsins / endurheimtarverkefni birkiskóga. Starfssvæði verkefnisins er um 100.000 hektarar eða um 1% Íslands og innan þess er áætlað að koma upp um 60 þúsund hekturum birkiskóga. Þorláksskógaverkefnið er vissulega stórt verkefni á landsvísu ca 4.000-4.500 hektarar en aðeins brot af starfssvæði Hekluskóga,“ segir í svari sviðsstjóra þjóðskóganna. Frá gróðursetningu. Hekla í baksýn.Hekluskógar/Hreinn Óskarsson „Það væri örugglega gaman fyrir ykkur að gera frétt um Hekluskógaverkefnið því ég held að menn geri sér ekki grein fyrir umfanginu því þetta eru jú tæplega 1% af flatamáli Íslands,“ segir Jón G. Valgeirsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Skógrækt og landgræðsla Rangárþing ytra Ölfus Loftslagsmál Umhverfismál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur Árnason leiðir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ Baráttan hafi verið Viðreisn til sóma „Lúxusvandamál“ að velja og hafna á listann Stöðvuðu stolinn bíl með naglamottu eftir eftirför um alla borg Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Samantekt: Björg Magnúsdóttir leiðir lista Viðreisnar í borginni „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Sjá meira
Segir Þorláksskóga stærsta skógræktarverkefni á Íslandi Þorláksskógar gætu orðið vinsæll áningarstaður og útvistarperla í framtíðinni. Ráðamenn Ölfuss segja það langstærsta skógræktarverkefnið á Íslandi, þar verði þeirra Heiðmörk. 22. nóvember 2022 22:11