Innlent

Bein út­sending: Mann­réttinda­varsla á við­sjár­verðum tímum – Hlut­verk Evrópu­ráðsins til fram­tíðar

Atli Ísleifsson skrifar
Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til 13:15.
Fundurinn hefst klukkan 12 og stendur til 13:15.

Ísland tók við forystu í Evrópuráðinu fyrr í mánuðinum og af því tilefni stendur Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands fyrir opnum fundi í samstarfi við utanríkisráðuneytið um framtíðarhlutverk Evrópuráðsins.

Yfirskrift fundarins er „Mannréttindavarsla á viðsjárverðum tímum: Hlutverk Evrópuráðsins til framtíðar". Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu í spilara að neðan, en hann hefst klukkan 12 og stendur til 13:15.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja opnunarávarp en aðalerindi fundarins flytur Marija Pejčinović Burić, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins. Að loknu erindi hennar verða pallborðsumræður.

„Bakslag hefur orðið í framþróun mannréttinda í Evrópu og aukning á hatursorðræðu, hatursglæpum og upplýsingaóreiðu hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þetta kallar á að aukin áhersla sé lögð á að koma í veg fyrir mismunun gagnvart viðkvæmum hópum til að tryggja lýðræðisleg evrópsk samfélög án aðgreiningar. Algildi mannréttinda er í auknum mæli dregin í efa sem stofnar þeim meginreglum og stöðlum sem sameinað hafa Evrópu undanfarna sjö áratugi í hættu.

Árás Rússa á Úkraínu sýnir að stríð og grimmd tilheyra ekki aðeins fjarlægri fortíð Evrópu. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að ríki Evrópu standi vörð um lýðræðismenningu okkar, stöðugleika og öryggi. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Evrópuráðinu og því er við hæfi að skoða hvernig Evrópuráðið hefur stuðlað að vernd mannréttinda og lýðræðis í Evrópu. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að efla Evrópuráðið svo evrópsk ríki séu tilbúin til að takast á við þær margvíslegu áskoranir sem framundan eru,“ segir í tilkynningunni.

Dagskrá

  • Opnunarorð Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
  • Opnunarerindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
  • Aðalávarp Marija Pejčinović Burić, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins

Pallborðsumræður

Bjarni Jónsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður utanríkismálanefndar, Brynhildur Heiðar - og Ómarsdóttir, sérlegur ráðgjafi kvennréttindafélags Íslands, Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakan 78 og Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og meðlimur í stjórn Alþjóðamálastofnunar Háskóla ÍslandsAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.