Fótbolti

Haugesund vann kapphlaupið um Kjartan Kára

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kjartan Kári Halldórsson í búningi Haugesund.
Kjartan Kári Halldórsson í búningi Haugesund. haugesund

Kjartan Kári Halldórsson, markakóngur Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili, er genginn í raðir Haugesund í Noregi frá Gróttu.

Hinn nítján ára Kjartan skrifaði undir fjögurra ára samning við Haugesund sem endaði í 10. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á nýafstöðnu tímabili.

Í sumar skoraði Kjartan sautján mörk í nítján leikjum í Lengjudeildinni. Grótta endaði í 3. sæti hennar. Auk þess að vera markakóngur Lengjudeildarinnar var Kjartan valinn besti ungi leikmaður hennar.

Kjartan lék alls 48 leiki í deild og bikar með Gróttu og skoraði 29 mörk í þeim. Hann hefur leikið þrettán leiki fyrir yngri landslið Íslands.

Haugesund hefur leikið samfleytt í norsku úrvalsdeildinni frá 2010. Besti árangur liðsins er 3. sæti 2013. Þá hefur Haugesund tvisvar sinnum komist í bikarúrslit í Noregi (2007 og 2019).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×