Fótbolti

Gerrard þarf að gróðursetja þrjú þúsund tré eftir fyrsta leik Englendinga á HM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard og ensku landsliðsmennirnir að fagna einu af sex mörkum á móti Íran.
Steven Gerrard og ensku landsliðsmennirnir að fagna einu af sex mörkum á móti Íran. Samsett/Getty&AP

Leikmenn enska fótboltalandsliðsins hjálpa umhverfinu með því að raða inn mörkum á heimsmeistaramótinu í Katar.

Enska landsliðið byrjaði mótið frábærlega og skoraði sex mörk í fyrsta leiknum á móti Íran.

Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool og enska landsliðsins, er sendiherra Hyundai og hann og fyrirtækið hafa heitið því að gróðursetja fimm hundruð tré fyrir hvert mark enska landsliðsins á HM.

Það þýðir að Gerrard þarf núna að gróðursetja þrjú þúsund tré eftir fyrsta leik Englendinga á HM. Það má þó búast við því að hann fái góða hjálp við það frá starfsmönnum á vegum Hyundai.

„Nú er extra hvatning til enska liðsins að skora fleiri mörk. Það myndi hjálpa bæði mér og Hyundai sem ég er í samstarfi við sem sendiherra fyrirtækisins. Fyrir hvert enskt mark á mótinu þá munum við planta fimm hundruð trjám hér á Englandi. Svo, engin pressa strákar, Harry, Mason, Saka og félagar. Raheem Sterling. Nú er pressa að skora eins mörg mörk og þið getið,“ sagði Steven Gerrard eins og má sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×