Innlent

Snarpur skjálfti í Mýr­dals­jökli

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Aðeins þrír dagar eru síðan skjálfti yfir þremur að stærð mældist í Mýrdalsjökli.
Aðeins þrír dagar eru síðan skjálfti yfir þremur að stærð mældist í Mýrdalsjökli. Vísir/Vilhelm

Skjálfti upp á 3,9 varð í Mýrdalsjökli klukkan 19:55 í kvöld. Að minnsta kosti tveir aðrir yfir þremur að stærð hafa mælst í kjölfarið. Skjálftarnir eru þeir stærstu sem mælst hafa síðan í júlí.

Eftirskjálfti að stærð 3,8 mældist klukkan 20:07. Annar skjálfti, 3,5 að stærð, mældist klukkan 20:11.  Stærstu skjálftarnir fundust í Skaftártungum en aðrar tilkynningar hafa ekki borist veðurstofunni.

Skjálftarnir eru grunnir og staðsettir austarlega í Kötluöskjunni, að því er fram kemur í tilkynningu. Síðan klukkan 20:30 hefur frekari jarðskjálftavirkni ekki mælst.

Skjálftarnir mældust austarlega í Kötluöskjunni.Veðurstofan

Veðurstofan áréttar að skjálftar séu algengir í Kötluöskjunni. Skjálftarnir séu þó þeir stærstu sem mælst hafa síðan í júlí. 

„Töluverð skjálftavirkni hefur verið í ár samanborið við árin á undan, en er þó minni en virknin á árunum 2016-2017,“ segir enn fremur. Veðurstofan er með sólarhringsvakt á jarðskjálftavirkni.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×