Innlent

Fyrsta matvælastefna stjórnvalda í fæðingu

Heimir Már Pétursson skrifar
Olga Trofimtseva fyrrverandi landbúnaðaráðherra Úkraínu og Pete Ritchie framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland voru meðal þeirra sem fluttu erindi á matvælaþingi.
Olga Trofimtseva fyrrverandi landbúnaðaráðherra Úkraínu og Pete Ritchie framkvæmdastjóri samtakanna Nourish Scotland voru meðal þeirra sem fluttu erindi á matvælaþingi. Stöð 2/Sigurjón

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra kynnti drög að fyrstu heildstæðu matvælastefnu Íslands á þingi um málið í Hörpu í dag. Þar væru tengd saman helstu markmið í landbúnaði, sjávarútvegi, fiskeldi og öðrum greinum matvælaframleiðslu.

Svandís segir að huga þurfi að aðfangakeðjum til matvælaframleiðslu en einnig nýtingu matvæla og úrgangs frá framleiðslunni sem skilaði sér aftur inn í hringrásarhagkerfið. Ráðherra boðar þingsályktun um málið á vorþingi.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra segir mikilvægt að marka heilstæða stefnu fyrir alla matvælaframleiðslu í landinu.Stöð 2/Sigurjón

„Þarna erum við að segja að við viljum horfa til loftslagsmála, við viljum horfa til fæðuöryggis og fæðukeðjunnar yfirleitt,“ segir Matvælaráðherra. Nú fari málið í samráðsgátt og hún stefni á að leggja fram þingsályktunartillögu um stefnuna á vorþingi.

„Þetta eru ólík markmið og ólíkar leiðir. Að hluta til eru það orkuskiptin sem við erum kannski vönust að tala um nákvæmlega núna. Svo er losun frá landi, það er losun í gegnum landbúnað. Síðan er auðvitað heilmikil losun í matarsóun út af fyrir sig. Ef við notum ekki matinn sem við kaupum erum við líka að losa gróðurhúsalofttegundir. Þannig að allt þetta þarf að vera undir,“ segir Svandís Svavarsdóttir.


Tengdar fréttir

Bein út­sending: Mat­væla­þing 2022

Matvælaþing 2022 fer fram í Silfurbergi í Hörpu í dag. Það er Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sem boðar til þingsins sem hefst klukkan 9:15 og stendur til 15:45.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×