Fordæmalaus sýn á andrúmsloft fjarreikistjörnu Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2022 17:04 Tölvuteiknuð mynd af WASP-39b. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur birt nýjar mynd sem tekin var með James Webb geimsjónaukanum. Um er að ræða litrófsgreiningu af andrúmslofti fjarlægs gasrisa en greiningin hefur varpað ljósi á hvaða efni finna má í andrúmslofti reikistjörnunnar og er það í fyrsta sinn sem geimvísindamenn öðlast svo nákvæm gögn af þessu tagi. Litrófsgreiningin var gerð á andrúmslofti gasrisans WASP-39b sem er á braut um stjörnu sem svipar til sólarinnar okkar í um 700 ljósára fjarlægð. Með því að greina það hvaða áhrif andrúmsloft reikistjarna hefur á ljósgeisla sem fara í gegnum það má greina innihald andrúmsloftsins . Meðal þess sem fannst í andrúmslofti gasrisans er koltvísýringur, kalín, vatn, brennisteinsdíoxíð og sódíum. Þá fundust skýr merki efnabreytinga vegna ljóss, sem er samkvæmt NASA ein af grunnstoðum lífs hér á jörðinni. What else does the data tell us? First detection of sulfur dioxide in an exoplanet atmosphere Concrete evidence of photochemistry (fundamental for life on Earth) Its clouds may be broken up, not one uniform blanket Clues to how the planet formed— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) November 22, 2022 Niðurstöðurnar þykja benda til þess að vel muni ganga að gera sambærilegar greiningar á andrúmslofti annarra fjarreikistjarna, eins og til að mynda í TRAPPIST-sólkerfinu. Sjá einnig: Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Á vef NASA er haft eftir vísindamönnum sem komu að því að gera litrófsgreininguna að þeir hafi verið búnir að spá fyrir um hvaða efni þeir myndu sjá í andrúmslofti WASP-39b. Nákvæmni Webb hafi þó komið þeim á óvart og farið langt fram úr væntingum. Það muni gera rannsóknir á öðrum fjarreikistjörnum mjög spennandi. Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Bandaríkin Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Litrófsgreiningin var gerð á andrúmslofti gasrisans WASP-39b sem er á braut um stjörnu sem svipar til sólarinnar okkar í um 700 ljósára fjarlægð. Með því að greina það hvaða áhrif andrúmsloft reikistjarna hefur á ljósgeisla sem fara í gegnum það má greina innihald andrúmsloftsins . Meðal þess sem fannst í andrúmslofti gasrisans er koltvísýringur, kalín, vatn, brennisteinsdíoxíð og sódíum. Þá fundust skýr merki efnabreytinga vegna ljóss, sem er samkvæmt NASA ein af grunnstoðum lífs hér á jörðinni. What else does the data tell us? First detection of sulfur dioxide in an exoplanet atmosphere Concrete evidence of photochemistry (fundamental for life on Earth) Its clouds may be broken up, not one uniform blanket Clues to how the planet formed— NASA Webb Telescope (@NASAWebb) November 22, 2022 Niðurstöðurnar þykja benda til þess að vel muni ganga að gera sambærilegar greiningar á andrúmslofti annarra fjarreikistjarna, eins og til að mynda í TRAPPIST-sólkerfinu. Sjá einnig: Trappist-sólkerfið talið ríkt af vatni Á vef NASA er haft eftir vísindamönnum sem komu að því að gera litrófsgreininguna að þeir hafi verið búnir að spá fyrir um hvaða efni þeir myndu sjá í andrúmslofti WASP-39b. Nákvæmni Webb hafi þó komið þeim á óvart og farið langt fram úr væntingum. Það muni gera rannsóknir á öðrum fjarreikistjörnum mjög spennandi.
Geimurinn Vísindi Tækni James Webb-geimsjónaukinn Bandaríkin Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira