Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 12:08 Í dómnum kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og hann hafi lýst atvikum af nákvæmni og fullt samræmi sé þar á milli. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar. Maðurinn og stúlkan hittust fyrst árið 2017, þegar stúlkan var 12 ára gömul, og svo aftur 2019, en samskipti þeirra hófust þó ekki fyrr en í apríl 2020 þegar þau byrjuðu að tala saman í gegnum Tinder þar sem stúlkan var undir fölsku nafni og með mynd af annarri konu. Þar tjáði hún manninum að hún væri 15 ára gömul og sagði honum einnig að hún hefði reynslu af kynlífi með eldri mönnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði áttað sig á að hann væri á gráu svæði vegna þess hve ung stúlkan var en hann hafi verið „réttu megin við lögin.“ Hann hafi verið meðvitaður um að eldri einstaklingar gætu haft yfirburði gagnvart yngri einstaklingum í krafti aldursmunar og gætt þess að beita stúlkuna engum þrýstingi. Samkvæmt framburðum þeirra beggja fyrir lögreglu sótti maðurinn stúlkuna í kjölfar samskiptanna á Tinder og þau stunduðu kynlíf. Í dómnum kemur fram að stúlkan hafi átt frumkvæði að þeim fundi. Voru þau einnig í samskiptum á Snapchat eftir þetta, en áttu ekki í neinu kynferðislegu sambandi á ný fyrr en í september 2020 þegar stúlkan gisti eina nótt hjá manninum, en þá var hún orðin 15 ára. Í millitíðinni hafði maðurinn fengið að vita um réttan aldur stúlkunnar frá vinkonu hennar. Þegar maðurinn greindi stúlkunni frá því í desember 2020 að hann hefði eignast kærustu, hættu þau öllum samskiptum og sagðist maðurinn hafa upplifað að stúlkan væri ósátt við sig eftir þetta. Fyrir lögreglu skýrði stúlkan frá því að hún hefði áður átt kærasta sem hafi verið með mikið eldri en hún og því hafi henni þótt samskiptin við hinn ákærða eðlileg. Framburður manns talinn trúverðugur Í dómnum kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og hann hafi lýst atvikum af nákvæmni. Þá segir í niðurstöðu dómsins að skýrt hafi komið fram að maðurinn hafi verið miður sín þegar hann frétti að stúlkan hafi ekki verið orðin 15 ára er þau áttu fyrst í kynferðislegu samneyti. Einnig hafi hann verið meðvitaður um að þó hún væri orðin 15 ára væri samband hans við hana siðferðislega vafasamt og illa séð af samfélaginu. Þá hafi hann séð mikið eftir að hafa stofnað til slíks sambands við stúlkuna. Var framburður hans talinn trúverðugur. Framburður stúlkunnar varðandi samskipti hennar við manninn og hvenær hún upplýsti um aldur sinn þótti hins vegar ónákvæmur og ekki í samræmi. Þá sagði maðurinn í skýrslutöku hjá lögreglu að sú staðreynd að stúlkan var inni á stefnumótaforriti og talaði á ákveðin kynferðislegan hátt hefði ef til vill „fengið hann til álykta ranglega að hún væri komin lengra í þroska en jafnaldrar hennar.“ Þá segir jafnframt í niðurstöðu dómsins að maðurinn hefði hvorki mátt ráða af samskiptum sínum við stúlkuna eða reynsluleysi að hún væri undir 15 ára aldri, en þvert á móti hafi reynsla, sem stúlkan hafði sjálf greint frá, og samskiptamáti hennar um kynferðisleg málefni til þess fallin að staðfesta í huga mannsins orð hennar um að hún væri orðin 15 ára. Kynferðisofbeldi Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Sýknaður af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur sinni Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur hans. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar í aðalatriðum trúverðugur en gerð er athugasemd við rannsókn lögreglu og rannsakendur sagðir hafa spurt stúlkuna leiðandi spurninga. 14. september 2022 11:38 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Maðurinn og stúlkan hittust fyrst árið 2017, þegar stúlkan var 12 ára gömul, og svo aftur 2019, en samskipti þeirra hófust þó ekki fyrr en í apríl 2020 þegar þau byrjuðu að tala saman í gegnum Tinder þar sem stúlkan var undir fölsku nafni og með mynd af annarri konu. Þar tjáði hún manninum að hún væri 15 ára gömul og sagði honum einnig að hún hefði reynslu af kynlífi með eldri mönnum. Fyrir dómi sagði maðurinn að hann hefði áttað sig á að hann væri á gráu svæði vegna þess hve ung stúlkan var en hann hafi verið „réttu megin við lögin.“ Hann hafi verið meðvitaður um að eldri einstaklingar gætu haft yfirburði gagnvart yngri einstaklingum í krafti aldursmunar og gætt þess að beita stúlkuna engum þrýstingi. Samkvæmt framburðum þeirra beggja fyrir lögreglu sótti maðurinn stúlkuna í kjölfar samskiptanna á Tinder og þau stunduðu kynlíf. Í dómnum kemur fram að stúlkan hafi átt frumkvæði að þeim fundi. Voru þau einnig í samskiptum á Snapchat eftir þetta, en áttu ekki í neinu kynferðislegu sambandi á ný fyrr en í september 2020 þegar stúlkan gisti eina nótt hjá manninum, en þá var hún orðin 15 ára. Í millitíðinni hafði maðurinn fengið að vita um réttan aldur stúlkunnar frá vinkonu hennar. Þegar maðurinn greindi stúlkunni frá því í desember 2020 að hann hefði eignast kærustu, hættu þau öllum samskiptum og sagðist maðurinn hafa upplifað að stúlkan væri ósátt við sig eftir þetta. Fyrir lögreglu skýrði stúlkan frá því að hún hefði áður átt kærasta sem hafi verið með mikið eldri en hún og því hafi henni þótt samskiptin við hinn ákærða eðlileg. Framburður manns talinn trúverðugur Í dómnum kemur fram að framburður mannsins hafi verið stöðugur frá upphafi og hann hafi lýst atvikum af nákvæmni. Þá segir í niðurstöðu dómsins að skýrt hafi komið fram að maðurinn hafi verið miður sín þegar hann frétti að stúlkan hafi ekki verið orðin 15 ára er þau áttu fyrst í kynferðislegu samneyti. Einnig hafi hann verið meðvitaður um að þó hún væri orðin 15 ára væri samband hans við hana siðferðislega vafasamt og illa séð af samfélaginu. Þá hafi hann séð mikið eftir að hafa stofnað til slíks sambands við stúlkuna. Var framburður hans talinn trúverðugur. Framburður stúlkunnar varðandi samskipti hennar við manninn og hvenær hún upplýsti um aldur sinn þótti hins vegar ónákvæmur og ekki í samræmi. Þá sagði maðurinn í skýrslutöku hjá lögreglu að sú staðreynd að stúlkan var inni á stefnumótaforriti og talaði á ákveðin kynferðislegan hátt hefði ef til vill „fengið hann til álykta ranglega að hún væri komin lengra í þroska en jafnaldrar hennar.“ Þá segir jafnframt í niðurstöðu dómsins að maðurinn hefði hvorki mátt ráða af samskiptum sínum við stúlkuna eða reynsluleysi að hún væri undir 15 ára aldri, en þvert á móti hafi reynsla, sem stúlkan hafði sjálf greint frá, og samskiptamáti hennar um kynferðisleg málefni til þess fallin að staðfesta í huga mannsins orð hennar um að hún væri orðin 15 ára.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Akureyri Tengdar fréttir Sýknaður af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur sinni Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur hans. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar í aðalatriðum trúverðugur en gerð er athugasemd við rannsókn lögreglu og rannsakendur sagðir hafa spurt stúlkuna leiðandi spurninga. 14. september 2022 11:38 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Sjá meira
Sýknaður af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur sinni Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað karlmann af ítrekuðum kynferðisbrotum gegn dóttur hans. Að mati dómsins var framburður stúlkunnar í aðalatriðum trúverðugur en gerð er athugasemd við rannsókn lögreglu og rannsakendur sagðir hafa spurt stúlkuna leiðandi spurninga. 14. september 2022 11:38