Ochoa kominn í HM-stuðið og bjargaði stigi fyrir Mexíkó

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guillermo Ochoa reyndist hetja Mexíkóa þegar hann varði vítaspyrnu frá Robert Lewandowski.
Guillermo Ochoa reyndist hetja Mexíkóa þegar hann varði vítaspyrnu frá Robert Lewandowski. Juan Luis Diaz/Quality Sport Images/Getty Images

Markvörðurinn Guillermo Ochoa reyndist hetja Mexókóa er hann varði vítaspyrnu frá pólsku markamaskínunni Robert Lewandowski í þriðja leik dagsins á HM í Katar. Lokatölur 0-0 í annars nokkuð bragðdaufum leik.

Fyrir leiki dagsins hefðu flestir búist við því að Mexíkó og Pólland myndu berjast um annað sæti C-riðilsins og verða þannig liðið sem myndi fylgja Argentínu upp úr riðlinum. Eftir vægast sagt óvænt tap Argentínu gegn Sádí Arabíu fyrr í dag var leikur Póllands og Mexíkó þó dauðafæri fyrir bæði lið að koma sér í vænlega stöðu með sigri.

Mörkin létu þó standa á sér og hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í fyrrri hálfleik.

Ekki tókst það heldur í síðari hálfleik, þrátt fyrir það að Robert Lewandowski hafi fiska vítaspyrnu á 55. mínútu þegar Hector Moreno braut á honum innan vítateigs. Lewandowski fór að sjálfsögðu sjálfur á punktinn, en Guillermo Ochoa elskar fátt meira en að vera HM-hetja og hann varði frá pólsku markamaskínunni.

Niðurstaðan því markalaust jafntefli í annars nokkuð bragðdaufum leik og bæði lið því með eitt stig að fyrstu umferð riðilsins lokinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira