Innlent

Hætta við upp­boð á beina­grind grameðlu vegna efa um sann­gildi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Shen er glæsilegur, það efast enginn um það. En hvort hann sé ekta má deila um.
Shen er glæsilegur, það efast enginn um það. En hvort hann sé ekta má deila um. EPA/How Hwee Young

Uppboðshúsið Christie's hefur hætt við að bjóða upp beinagrind grameðlu eftir að upp kom efi um hvort hún væri ekta eða eftirlíking. Talið var að beinagrindin myndi seljast á allt að 3,6 milljarða króna. 

Beinagrindin, sem er kölluð Shen, átti að fara á uppboð í Hong Kong þann 30. nóvember næstkomandi. New York Times vakti athygli á því að bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í steingervingum drægi sanngildi beinanna í efa. Mögulega væri beinagrindin eftirlíking af annarri beinagrind. 

Fyrirtækið telur að Shen sé rándýr eftirlíking af beinagrind grameðlunnar Stan. Stan er í eigu Black Hills-stofnunarinnar og getur hver sem er keypt afsteypu af Stan fyrir 120 þúsund dollara, rúmar sautján milljónir króna. Samkvæmt umfjöllun New York Times þykir Shen aðeins of líkur Stan. 

Eftir umfjöllunina hætti Christie's við að bjóða beinagrind Shen upp. Eigandi Shen hefur þess í stað ákveðið að lána safni beinin. Hann er þó ekki búinn að ákveða hvaða safn hann flytur á. 


Tengdar fréttir

Segja niður­stöður rann­sóknar á grameðlum rangar

Rannsókn frá jarðvísindadeild Edinborgarháskóla sýnir fram á að þeir steingervingar sem hafa fundist af grameðlum komi ekki frá þremur tegundum eðlunnar líkt og greint var frá í tímaritinu Evolutionary Biology í mars á þessu ári. Steingervingarnir sem voru rannsakaðir komi vissulega frá misstórum dýrum en eðlurnar voru, rétt eins og við mannfólkið, til í fleiri stærðum og gerðum en einni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×