Innlent

Enn ekkert spurst til Frið­finns: Leitar­svæðið stækkað

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Friðfinnur Freyr Kristinsson.
Friðfinnur Freyr Kristinsson. Aðsent

Enn hefur ekkert spurst til hins 42 ára gamla Friðfinns Frey Kristinssonar sem saknað hefur verið í tíu daga. Samkvæmt varðstjóra Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór fram fjölmenn leit á laugardaginn sem bar engan árangur.

Leitarsvæðið hefur verið stækkað til muna og er nú leitað víða um höfuðborgarsvæðið.

Lögreglan leggur áherslu á að vinna úr rannsóknargögnum og fara yfir myndefni.

Friðfinnur Freyr Kristinsson hefur verið týndur í 10 daga.

Síðast er vitað um ferðir Friðfinns,fimmtudaginn 11.nóvember þegar hann fór frá Kuggavogi í Reykjavík. Friðfinnur var þá klæddur í gráa BOSS peysu og gráar joggingbuxur. Hann er 182 cm á hæð, grannvaxinn, brúnhærður og með alskegg.

Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir hans eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.


Tengdar fréttir

Leitin að Friðfinni stendur enn yfir

Leitin að Friðfinni Frey Kristinssyni, 42 ára, hefur enn engan árangur borið, en síðast er vitað um ferðir Friðfinns fimmtudagskvöldið 10. nóvember þegar hann fór frá Kugguvogi í Reykjavík.

Faðir Frið­finns segist þakk­látur

Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem leitað er um þessar mundir segir engar fréttir vera af máli sonar síns. Hann þakkar fyrir skjót vinnubrögð viðbragðsaðila og kallar eftir frekari fjármagnsveitingu til þess að lögreglan megi vinna betur gegn undirheimum landsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×