Engin ást hjá enskum og fleirum: Verða ekki með fyrirliðabandið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2022 10:09 Harry Kane verður bara með venjulegt fyrirliðaband í leik Englands og Írans. getty/Sarah Stier Harry Kane, fyrirliði enska fótboltalandsliðsins, verður ekki með „OneLove“ fyrirliðbandið í leiknum gegn Íran á HM í Katar á eftir. Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest þetta. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur lagt blátt við notkun þessara banda og fyrirliðar liðanna á HM megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem FIFA lætur þá hafa. Níu þátttökulið ætluðu að óhlýðnast og vera með „OneLove“ bandið, England þar á meðal, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þeim sektum og bætti svo um betur og hótaði því að allir fyrirliðar um bandið umrædda fengju gult spjald í upphafi leiks. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagðist ekki vera hræddur við sektina eða gula spjaldið en svo virðist sem hótunin um áminninguna varð til þess að Englendingar lúffuðu. Kane verður því bara með venjulegt fyrirliðaband í leiknum gegn Írönum á eftir. Sömu sögu er að segja fyrirliðum Hollands, Wales, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss. Knattspyrnusambönd landanna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld eða vera vísað af velli fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Leikur Englands og Íran í B-riðli HM hefst klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. HM 2022 í Katar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur lagt blátt við notkun þessara banda og fyrirliðar liðanna á HM megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem FIFA lætur þá hafa. Níu þátttökulið ætluðu að óhlýðnast og vera með „OneLove“ bandið, England þar á meðal, til stuðnings hinsegin fólks. FIFA hótaði þeim sektum og bætti svo um betur og hótaði því að allir fyrirliðar um bandið umrædda fengju gult spjald í upphafi leiks. Harry Kane, fyrirliði Englands, sagðist ekki vera hræddur við sektina eða gula spjaldið en svo virðist sem hótunin um áminninguna varð til þess að Englendingar lúffuðu. Kane verður því bara með venjulegt fyrirliðaband í leiknum gegn Írönum á eftir. Sömu sögu er að segja fyrirliðum Hollands, Wales, Belgíu, Danmerkur, Þýskalands og Sviss. Knattspyrnusambönd landanna sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram kom að ekki væri hægt að setja leikmenn í þá stöðu að fá gul spjöld eða vera vísað af velli fyrir að vera með „OneLove“ bandið. Leikur Englands og Íran í B-riðli HM hefst klukkan 13:00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
HM 2022 í Katar Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira