Fótbolti

Frá­bært auka­spyrnu­mark Alaba þegar Austur­ríki lagði Evrópu­meistarana

Smári Jökull Jónsson skrifar
David Alaba skoraði stórkostlegt mark úr aukaspyrnu í leiknum gegn Ítalíu í dag.
David Alaba skoraði stórkostlegt mark úr aukaspyrnu í leiknum gegn Ítalíu í dag. Vísir/Getty

Austurríki lagði Evrópumeistara Ítalíu að velli í vináttulandsleik í knattspyrnu í dag. Hvorugt liðið náði að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Katar.

Leikurinn í dag fór fram í Vínarborg í dag og stilltu báðar þjóðir fram sterkum liðum þrátt fyrir að um æfingaleik væri að ræða.

Austurríkismenn voru sterkari aðilinn í dag. Xaver Schlager, leikmaður RB Leipzig, kom þeim yfir strax á 6.mínútu eftir sendingu frá Marko Arnautovic. David Alaba skoraði síðan stórkostlegt mark úr aukaspyrnu á 35.mínútu þegar hann þrumaði boltanum upp í hornið, óverjandi fyrir Gianluigi Donnarumma í marki Ítala.

Fjölmargir aðrir vináttulandsleikir fóru fram í dag hjá þeim þjóðum sem ekki komust til Katar. Ungverjar lögðu Grikkland 2-1 á heimavelli sínum og þá unnu Írar 1-0 sigur á Möltu með marki frá Callum Robinson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×