Stuðningsmenn Ekvador vildu bjór en Katarar fóru snemma heim Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 23:02 Stuðningsmenn Ekvador höfðu ærna ástæðu til að fagna í dag. Vísir/Getty Ekvador vann 2-0 sigur á Katar í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Stuðningsmenn Ekvadora sungu óskasöngva um bjór á vellinum í dag á meðan Katarar gáfust upp snemma. Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu. HM 2022 í Katar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Sjá meira