Stuðningsmenn Ekvador vildu bjór en Katarar fóru snemma heim Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 23:02 Stuðningsmenn Ekvador höfðu ærna ástæðu til að fagna í dag. Vísir/Getty Ekvador vann 2-0 sigur á Katar í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Stuðningsmenn Ekvadora sungu óskasöngva um bjór á vellinum í dag á meðan Katarar gáfust upp snemma. Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu. HM 2022 í Katar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Bandaríkin áfram en Kanada úr leik eftir vítaspyrnukeppni Tekur Martinez við hönskunum hjá United? Paul Ince ákærður fyrir ölvunarakstur Eina konan í tækninefnd FIFA á HM: Ég er langsigursælust af þeim öllum Kane afgreiddi Brassana „Ég hef aldrei séð aðrar eins tölur“ Joao Pedro til Chelsea Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Evrópumeistararnir rúlluðu yfir Messi og félaga Sjá meira