Stuðningsmenn Ekvador vildu bjór en Katarar fóru snemma heim Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 23:02 Stuðningsmenn Ekvador höfðu ærna ástæðu til að fagna í dag. Vísir/Getty Ekvador vann 2-0 sigur á Katar í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Stuðningsmenn Ekvadora sungu óskasöngva um bjór á vellinum í dag á meðan Katarar gáfust upp snemma. Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu. HM 2022 í Katar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Sjá meira