Stuðningsmenn Ekvador vildu bjór en Katarar fóru snemma heim Smári Jökull Jónsson skrifar 20. nóvember 2022 23:02 Stuðningsmenn Ekvador höfðu ærna ástæðu til að fagna í dag. Vísir/Getty Ekvador vann 2-0 sigur á Katar í opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar í dag. Stuðningsmenn Ekvadora sungu óskasöngva um bjór á vellinum í dag á meðan Katarar gáfust upp snemma. Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu. HM 2022 í Katar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Heimsmeistaramótið í Katar hófst í dag þar sem Ekvador með Enner Valencia í fararbroddi kom, sá og sigraði í opnunarleiknum. Hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á heimamönnum í Katar. Tæplega 70.000 áhorfendur fylgdust með leiknum á Al Bayt vellinum og virtist mikið um dýrðir. Á föstudaginn bárust fréttir af því að mótshaldarar í Katar hefðu tekið algjöra U-beygju hvað varðar bjórsölu á völlunum í Katar og tilkynntu að ekkert áfengi yrði til sölu. Vöktu fréttirnar mikla athygli enda FIFA með stóran samning við bjórframleiðandann Budweiser. Stuðningsmenn lýstu yfir óánægju með ákvörðunina enda ómissandi hluti af leiknum fyrir marga að geta fengið sér einn kaldan í stúkunni. Stuðningsmenn Ekvador voru hressir í stúkunni í dag og þegar staðan var orðin 2-0 í fyrri hálfleiknum hófu þeir upp raust sína og vildu fá bjórinn sinn. „Queremos cerveza“ eða „Við viljum bjór“ ómaði um stúkurnar og hefur eflaust vakið takmarkaða lukku hjá mótshöldurum. Ecuador fans chanting "we want beer" ("queremos cerveza") in the opening World Cup game at Qatar.pic.twitter.com/CznahzbxmA— Sam Street (@samstreetwrites) November 20, 2022 Það var hins vegar ekki sama stemmningin hjá stuðningsmönnum Katar. Þeir fjölmenntu vissulega á leikinn og var stemmningin góð þegar flautað var til leiks. Hún minnkaði þó strax eftir þrjár mínútur þegar Enner Valencia skoraði í fyrsta sinn í leiknum, þó svo að Katarar hafi fagnað skömmu síðar þegar markið var dæmt af. Valencia hafði þó skorað tvö mörk til viðbótar hálftíma seinna og skellt heimamönnum niður á jörðina. Miðað við frammistöðuna í dag virðist sem flestar spár knattspyrnusérfræðinga fyrir mótið hafi verið réttar, að lítið sé varið í lið heimamanna. Margir Katarar virðast hafa gefið upp vonina snemma því eftir leikhléið mátti sjá mörg tóm sæti á vellinum og ljóst að sumir stuðningsmanna heimaliðsins höfðu þá haldið heim á leið. Einhverjir stuðningsmanna Katar fóru heim í hálfleik í dag þegar liðið var 2-0 undir. Hér má sjá hálf tómar stúkur á Al Bayt vellinum í Al Kohr í dag.Vísir/Getty Mörkin hjá Enner Valencia þýða að hann er kominn með fimm mörk fyrir þjóð sína á heimsmeistaramótum en hann skoraði þrjú mörk fyrir liðið á mótinu í Brasilíu árið 2014. Ekvador mætir næst Hollandi á föstudag en Hollendingar hefja leik á morgun þegar þeir mæta Senegal klukkan 16:00. Katar leikur einnig sinn annan leik á föstudaginn. Þá mæta þeir Senegal sem verða án stjórstjörnunnar Sadio Mané á mótinu.
HM 2022 í Katar Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira