Fótbolti

Markalaust í Íslendingaslagnum á Ítalíu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alexandra kom snemma inn af bekknum.
Alexandra kom snemma inn af bekknum. ACF Fiorentina

Þrjár íslenskar knattspyrnukonur voru í eldlínunni í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Það var Íslendingaslagur þegar Fiorentina og Inter áttust við en báðir Íslendingarnir hófu leik á varamannabekknum þar sem Alexandra Jóhannsdóttir var á bekknum hjá Fiorentina og Anna Björk Kristjánsdóttir hjá Inter.

Alexandra kom inn af bekknum á 18.mínútu og lék leikinn til enda sem lauk með markalausu jafntefli, 0-0. Anna Björk sat allan tímann á bekknum.

Eitt stig skilur liðin að í þriðja og fjórða sæti deildarinnar, Fiorentina með stigi meira.

Á sama tíma lék Guðný Árnadóttir allan leikinn í vörn AC Milan sem gerði 3-3 jafntefli við Como.

AC Milan í fimmta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×