Innlent

Virðist hafa keyrt inn í hliðina á rútunni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Mikill viðbúnaður var á Barónsstíg í gærkvöldi en götunni var lokað vegna slyssins.
Mikill viðbúnaður var á Barónsstíg í gærkvöldi en götunni var lokað vegna slyssins. Vísir/Mariam

Maðurinn sem lést í rafskútuslysi við horn Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi var erlendur maður á þrítugsaldri búsettur hér á landi. Hann virðist hafa keyrt inn í hlið rútu, á stærð við strætó, sem var á lítilli ferð. 

Þetta staðfestir Guðmundur Páll Jónsson hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Um borð í rútunni voru á bilinu 20 til 30 farþegar að hans sögn. Stór hluti þeirra hefur þegið áfallahjálp hjá Rauða krossinum eftir að hafa orðið vitni að slysinu. 


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×