Fótbolti

Leikmenn Bandaríkjanna kusu fyrirliða fyrir HM

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tyler Adams og Gregg Berhalter á blaðamannafundi í Doha í dag.
Tyler Adams og Gregg Berhalter á blaðamannafundi í Doha í dag. vísir/Getty

Tyler Adams, leikmaður Leeds United, mun leiða lið Bandaríkjanna til leiks á HM í Katar eftir að hafa sigrað kosningu innan leikmannahópsins.

Gregg Berhalter, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna, greindi frá þessu á blaðamannafundi í dag en bandaríska liðið hefur leik á mánudag þegar það mætir Wales.

Undir stjórn Berhalter hefur fyrirliðastaðan farið á milli nokkurra leikmanna í liðinu og hann útskýrði hvaða fyrirkomulag hann hefur haft á hlutunum.

„Undanfarið þrjú og hálft ár höfum við haft leiðtogaráð. Við höfum haft mjög opin samskipti og í aðdraganda HM spurðum við hvernig þeir vildu hafa þetta á HM. Þeir vildu að við myndum velja einn fyrirliða,“ segir Berhalter en leikmenn kusu og varð hinn 23 ára gamli Adams hlutskarpastur en hann hefur níu sinnum borið fyrirliðabandið og leikið alls 32 landsleiki fyrir Bandaríkin.

„Við erum stoltir af því að velja Adams sem fyrirliða. Hann hefur frábæra leiðtogahæfileika og sýnir fordæmi, bæði í verki og með orðum,“ segir Berhalter.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×