Fótbolti

Lukaku missir af tveimur fyrstu leikjum Belga

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Meiddur.
Meiddur. vísir/Getty

Belgar verða án síns aðalframherja í fyrstu tveimur leikjum sínum á HM í Katar.

Romelu Lukaku hefur ekki náð sér góðum af meiðslum aftan í læri sem plagað hafa kappann frá því í upphafi tímabils með Inter.

Vonir voru bundnar við að Lukaku myndi ná sér fyrir fyrsta leik Belga sem er gegn Kanada á miðvikudag.

Belgískir og ítalskir fjölmiðlar segja frá því í dag að þessi 29 ára gamli framherji sé enn ekki byrjaður að æfa með bolta með belgíska landsliðinu og Roberto Martinez, landsliðsþjálfari Belga, hafi tekið ákvörðun um að reikna ekki með Lukaku í fyrstu tveimur leikjum liðsins, með það fyrir augum að hann verði klár í stórleik riðilsins í þriðju umferð þar sem Belgar mæta Króötum.

Auk Króata og Kanada er Marókko með Belgum í afar áhugaverðum F-riðli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×