Innlent

Snarpur skjálfti í Mýr­dals­jökli

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Skjálftar eru ekki óalgengir í jöklinum.
Skjálftar eru ekki óalgengir í jöklinum. Vísir/Vilhelm

Skjálfti af stærðinni 3,2 varð klukkan 21:13 í kvöld í Mýrdalsjökli. 

Síðast mældust þrír skjálftar yfir þremur í jöklinum í október en skjálftar sem þessir eru ekki óalgengir í Mýrdalsjökli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. 

Fáeinir minniháttar skjálftar eru sagðir hafa fylgt í kjölfarið en engar tilkynningar hafi borist um það að fólki hafi orðið vart við skjálftann. 

hér má sjá skjálftakort Veðurstofunnar.Veðurstofan


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×