Iðinn sjálfsafgreiðslusvindlari gripinn glóðvolgur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2022 07:39 Lögreglan sinnti ýmsum málum í gær og í nótt. Vísir/Vilhelm Maður sem virðist hafa stundað það að nýta sér sjálfsafgreiðslukassa til þess að greiða lægra verð fyrir vörur var gripinn glóðvolgur við iðjuna í verslun í Kópavogi í gær. Ef marka má dagbókarfærslu lögreglu, þar sem helstu verkefni lögreglu síðustu tólf tímana eru tíundu og berst fjölmiðlum á morgnana, var tilkynnt um þjófnað eða hnupl í ótilgreindri verslun í Kópavogi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. „Maður á sjálfsafgreiðslu kassa staðinn að því að skanna ódýr strikamerki í staðin fyrir vörur sem hann var að kaupa. Verslunin er með 46 mál þar sem sami aðili notar þessa aðferð,“ segir í dagbókarfærslunni. Svipar aðferðinni sem virðist hafa verið beitt til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Nokkur sambærilegmál hafa komið upp síðan. Þá sinntu lögreglumenn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu sem sinnir Austurbæ, Vesturbæ, miðbænum og Seltjarnarnesi innbroti í íbúðarhúsnæði í Múlunum í Reykjavík. Þar hafði skartgripum og öðrum verðmætum verið stolið. Síðdegis í gær stöðvaði lögregla einnig bíl í Árbænum. Ökumaður bílsins er grunaður um ólöglega sölu áfengis og viðurkenndi að hafa skömmu áður selt manni þrjá brúsa af áfengi. Skýrsla var rituð um málið. Lögreglumál Verslun Kópavogur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira
Ef marka má dagbókarfærslu lögreglu, þar sem helstu verkefni lögreglu síðustu tólf tímana eru tíundu og berst fjölmiðlum á morgnana, var tilkynnt um þjófnað eða hnupl í ótilgreindri verslun í Kópavogi rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. „Maður á sjálfsafgreiðslu kassa staðinn að því að skanna ódýr strikamerki í staðin fyrir vörur sem hann var að kaupa. Verslunin er með 46 mál þar sem sami aðili notar þessa aðferð,“ segir í dagbókarfærslunni. Svipar aðferðinni sem virðist hafa verið beitt til þeirrar aðferðar sem var notuð í Ikea-málinu svokallaða árið 2013, þar sem nokkrum einstaklingum var gefið að sök að hafa fært strikamerki af ódýrari vörum yfir á dýrari vörur. Nokkur sambærilegmál hafa komið upp síðan. Þá sinntu lögreglumenn frá lögreglustöðinni á Hverfisgötu sem sinnir Austurbæ, Vesturbæ, miðbænum og Seltjarnarnesi innbroti í íbúðarhúsnæði í Múlunum í Reykjavík. Þar hafði skartgripum og öðrum verðmætum verið stolið. Síðdegis í gær stöðvaði lögregla einnig bíl í Árbænum. Ökumaður bílsins er grunaður um ólöglega sölu áfengis og viðurkenndi að hafa skömmu áður selt manni þrjá brúsa af áfengi. Skýrsla var rituð um málið.
Lögreglumál Verslun Kópavogur Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Holskefla í kortunum Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Sjá meira