Játuðu 250 þúsund króna fjársvik í IKEA Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 24. febrúar 2014 11:23 VÍSIR/SKJÁSKOT Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur. Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur.
Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27
IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16
Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25