Játuðu 250 þúsund króna fjársvik í IKEA Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 24. febrúar 2014 11:23 VÍSIR/SKJÁSKOT Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur. Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Fjórir voru ákærðir fyrir fjársvik í IKEA-málinu svokallaða, þingfesting málanna fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Tvö þeirra játuðu brot sín um svik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun til fjársvika upp á um 40 þúsund krónur. Verjandi þeirra sagði fyrir dómi að um smávægilegt mál væri að ræða en málið hefði hlotið töluverða umfjöllun í fjölmiðlum og meðal annars verið kallað stóra IKEA málið. IKEA hefði sjálft farið með málið í fjölmiðla og meðal annars hefði IKEA nýtt sér málið til að búa til sérstakar auglýsingar. Það sem eftir stæði væri þó aðeins fjársvik upp á um 250 þúsund krónur og tilraun upp á 40 þúsund krónur. Tjónið sem fólkið hefði valdið hefði nú að fullu verið greitt en faðir konunnar greiddi það auk lögmannskostnaðar fyrir verslunina. Brotið hefði verið játað greiðlega fyrir dómi og hefði haft mikil áhrif á fólkið. Hann minnti á heimild í lögum til þess að fella niður mál þar sem viðkomandi hefði bætt tjón sitt að fullu. Ákæruvaldið telur hæfilegt að fólkið verði dæmt í tveggja til þriggja mánaða fangelsi, jafnvel skilorðsbundið með tilliti til þess að þau hafa hvort sakaferil að baki. Í fyrstu fréttum af málinu kom fram að grunur léki á að brotin hefðu staðið yfir frá árinu 2007 og tjón IKEA vegna þess væru margar milljónir. Eins og fram kom í frétt Vísis í haust höfðaði IKEA mál gegn fimm manns vegna þjófnaðar sem virtist vera þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði fyrirtækinu á fimmtu milljón króna. Hitt fólkið sem var ákært neitaði sök fyrir dómi. Þau eru ákærð fyrir fjársvik upp á um 80 þúsund krónur.
Tengdar fréttir Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27 IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16 Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Píratar kjósa formann í lok mánaðar Innlent Fleiri fréttir Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Sjá meira
Milljónaþjófnaður í Ikea IKEA hefur lagt fram í kæru á hendur fjölmörgum aðilum sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað í verslun fyrirtækisins. Á meðal sakborninga eru tveir lögfræðingar og framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu. 6. maí 2013 20:27
IKEA krefur meinta þjófa um á fimmtu milljón IKEA hefur höfðað mál gegn þremur konum og tveimur karlmönnum vegna þjófnaðar sem virðist hafa verið þaulhugsaður og skipulagður. Fyrirtækið krefst þess að fimmmenningarnir greiði IKEA á fimmtu milljón króna. 15. október 2013 12:16
Vellauðugir þjófar á kreiki í IKEA Lögfræðingar, eigandi lögfræðistofu, framkvæmdastjóri fyrirtækis í ferðaþjónustu og hjúkrunarfræðingur eru meðal þeirra sem eru kærð til lögreglu fyrir meintan stórfelldan og skipulagðan þjófnað í IKEA. 6. maí 2013 08:25