Fangar undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 07:01 Gangur í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Undanfarin fimm ár hefur einn einstaklingur undir átján ára verið dæmdur til óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Enginn einstaklingur undir lögaldri hefur afplánað refsingu í hefðbundnu fangelsi. Alls hafa rúmlega þúsund börn undir átján ári aldri verið sett á sakaskrá undanfarin tíu ár. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar Helgadóttur þingmanns Pírata. Vísir greindi frá því í gær að sextán ára drengur var hnepptur í gæsluvarðhald í seinasta mánuði í tengslum við rannsókn lögreglunnar á kókaínsmygli. Pilturinn var úrskurðaður í einangrun vegna málsins þann 7. október síðastliðinn. Fjórum dögum síðar felldi Landsréttur þann úrskurð úr gildi á þeim grundvelli að ekki væri kominn fram rökstuddur grunur um aðild hans að innflutningnum. Óheimilt að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi Í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar kemur fram að fangar sem eru undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda. Óheimilt er að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi nema fyrir liggi mat sérfræðinga um að það sé honum fyrir bestu með vísan til sérstakra aðstæðna er lúta að honum sjálfum og í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Gert er ráð fyrir því að Barna- og fjölskyldustofa komi að því að finna lausn í málum sem þessum og meðferðarúrræði stofnunarinnar geti þá gagnast, t.d. meðferðarúrræði á Stuðlum. Frá 1. janúar 2017 hefur einn dómur borist Fangelsismálastofnun til fullnustu þar sem viðkomandi var sautján ára, en þeim einstaklingi var veitt heimild til að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Eva Sjöfn lagði jafnframt fram fyrirspurn varðandi sakarvottorð barna og spurði hversu mörg börn hafa verið sett á sakaskrá í kjölfar refsilagabrota undanfarin tíu ár. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem voru teknar saman af embætti ríkissaksóknara voru alls 1.023 börn aldrinum fimmtán til átján ára skráð með brot á sakaskrá ríkisins undanfarin tíu ár en listinn tekur yfir öll brot þessara einstaklinga sem færð voru á sakaskrá. Fangelsismál Barnavernd Alþingi Tengdar fréttir Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. 18. nóvember 2022 13:40 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að sextán ára drengur var hnepptur í gæsluvarðhald í seinasta mánuði í tengslum við rannsókn lögreglunnar á kókaínsmygli. Pilturinn var úrskurðaður í einangrun vegna málsins þann 7. október síðastliðinn. Fjórum dögum síðar felldi Landsréttur þann úrskurð úr gildi á þeim grundvelli að ekki væri kominn fram rökstuddur grunur um aðild hans að innflutningnum. Óheimilt að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi Í svari Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Evu Sjafnar kemur fram að fangar sem eru undir átján ára aldri skulu vistast á vegum barnaverndaryfirvalda. Óheimilt er að vista fanga undir átján ára aldri í fangelsi nema fyrir liggi mat sérfræðinga um að það sé honum fyrir bestu með vísan til sérstakra aðstæðna er lúta að honum sjálfum og í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Gert er ráð fyrir því að Barna- og fjölskyldustofa komi að því að finna lausn í málum sem þessum og meðferðarúrræði stofnunarinnar geti þá gagnast, t.d. meðferðarúrræði á Stuðlum. Frá 1. janúar 2017 hefur einn dómur borist Fangelsismálastofnun til fullnustu þar sem viðkomandi var sautján ára, en þeim einstaklingi var veitt heimild til að afplána refsingu með samfélagsþjónustu. Eva Sjöfn lagði jafnframt fram fyrirspurn varðandi sakarvottorð barna og spurði hversu mörg börn hafa verið sett á sakaskrá í kjölfar refsilagabrota undanfarin tíu ár. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að samkvæmt upplýsingum sem voru teknar saman af embætti ríkissaksóknara voru alls 1.023 börn aldrinum fimmtán til átján ára skráð með brot á sakaskrá ríkisins undanfarin tíu ár en listinn tekur yfir öll brot þessara einstaklinga sem færð voru á sakaskrá.
Fangelsismál Barnavernd Alþingi Tengdar fréttir Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. 18. nóvember 2022 13:40 Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Koma af fjöllum vegna kókaíns í kaffivél sem lögregla vissi af Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar innflutning á tæpum tveimur kílóum af kókaíni sem falin voru í kaffivél. Hinir grunuðu virðast hafa gengið í gildru lögreglu sem vissi af sendingunni. Fjölskyldufaðir, sem er með stöðu sakbornings í málinu, virðist hafa blandað bæði föður sínum og syni í málið. Annar sakborningur er grunaður um að sitja á tugum milljóna sem lögregla telur hann ekki geta útskýrt. Þeir báðir segjast ekkert vita um umræddan pakka. 18. nóvember 2022 13:40