Bandaríkjamenn segja krónprinsinn njóta friðhelgis sem forsætisráðherra Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 10:49 Krónprinsinn er sagður fara með allt vald í Sádi Arabíu og virðist því sjálfur hafa komið sér undan ábyrgð með því að taka sér embætti forsætisráðherra. Nordic Photos/AFP Bandarísk stjórnvöld segja ótækt að kæra Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu, í tengslum við morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem hann var nýlega gerður forsætisráðherra landsins og nýtur þar með friðhelgi sem æðsti ráðamaður ríkisstjórnar. Þetta kemur fram í greinargerð bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna einkamáls sem Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, og samtökin Dawn hafa höfðað vegna morðsins á blaðamanninum. Það var dómarinn í málinu, John Bates, sem kallaði eftir áliti stjórnvalda á því hvort hægt væri að höfða mál gegn krónprinsinum en álitið hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki síst vegna þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á sínum tíma að gera allt sem í sínu valdi stæði til að láta MBS, eins og hann er gjarnan kallaður, sæta ábyrgð. Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri Dawn, sem voru stofnuð af Khashoggi, segir að bandarískum stjórnvöldum hefði verið í lófa lagt að hafna því að leggja fram greinargerð í málinu og að það væri kaldhæðnislegt að stjórn Biden hefði nú tryggt að krónprinsinn myndi aldrei sæta ábyrgð fyrir morðið. Lögspekingar segja að það hafi legið ljóst fyrir að jafnvel þótt stjórnvöld ættu ekki aðkomu að málinu myndi afstaða þeirra til mögulegrar friðhelgi krónprinsins ráða úrslitum um þróun mála. Nú sé einsýnt að því verði vísað frá og síðasti möguleikinn á því að láta MBS axla ábyrgð úr sögunni. Ákvörðun stjórnvalda þykir meðal annars áhugaverð í ljósi þess að fyrir aðeins um mánuði síðan sagði Biden að Sádi Arabar myndu gjalda fyrir það að hafa samþykkt að draga úr olíuframleiðslu á vettvangi OPEC. Khashoggi var pyntaður og myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu í sendiráði landsins í Istanbul árið 2018. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um nýjustu vendingar. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira
Þetta kemur fram í greinargerð bandaríska dómsmálaráðuneytisins vegna einkamáls sem Hatice Cengiz, unnusta Khashoggi, og samtökin Dawn hafa höfðað vegna morðsins á blaðamanninum. Það var dómarinn í málinu, John Bates, sem kallaði eftir áliti stjórnvalda á því hvort hægt væri að höfða mál gegn krónprinsinum en álitið hefur verið harðlega gagnrýnt, ekki síst vegna þess að Joe Biden Bandaríkjaforseti hét því á sínum tíma að gera allt sem í sínu valdi stæði til að láta MBS, eins og hann er gjarnan kallaður, sæta ábyrgð. Sarah Leah Whitson, framkvæmdastjóri Dawn, sem voru stofnuð af Khashoggi, segir að bandarískum stjórnvöldum hefði verið í lófa lagt að hafna því að leggja fram greinargerð í málinu og að það væri kaldhæðnislegt að stjórn Biden hefði nú tryggt að krónprinsinn myndi aldrei sæta ábyrgð fyrir morðið. Lögspekingar segja að það hafi legið ljóst fyrir að jafnvel þótt stjórnvöld ættu ekki aðkomu að málinu myndi afstaða þeirra til mögulegrar friðhelgi krónprinsins ráða úrslitum um þróun mála. Nú sé einsýnt að því verði vísað frá og síðasti möguleikinn á því að láta MBS axla ábyrgð úr sögunni. Ákvörðun stjórnvalda þykir meðal annars áhugaverð í ljósi þess að fyrir aðeins um mánuði síðan sagði Biden að Sádi Arabar myndu gjalda fyrir það að hafa samþykkt að draga úr olíuframleiðslu á vettvangi OPEC. Khashoggi var pyntaður og myrtur af útsendurum frá Sádi Arabíu í sendiráði landsins í Istanbul árið 2018. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um nýjustu vendingar.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Skera niður til að mæta launahækkunum Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Sjá meira