Öryggisverðir í Katar hótuðu að brjóta tökuvél TV2 í beinni útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 08:34 Öryggisverðirnir reyndu að stöðva útsendingu dansks fréttamanns sem lét ekki vaða yfir sig. Danski fjölmiðlamaðurinn Rasmus Tantholdt er ýmsu vanur og lét ekki öryggisverði í Katar vaða yfir sig þegar þeir reyndu að stöðva hann í beinni útsendingu TV2 frá götu í höfuðborginni Doha. HM í fótbolta hefst í Katar á sunnudaginn og eru leikmenn, stuðningsmenn og fjölmiðlamenn farnir að safnast saman í landinu. Mikið hefur verið rætt um mannréttindabrot í Katar. Ekki síst þá staðreynd að þúsundir verkamanna hafa látist í landinu á þeim áratug sem liðinn er frá því að FIFA ákvað að leyfa Katar að halda HM með meðfylgjandi kröfum um glænýja leikvanga og fleiri mannvirki. Katar er ekki heldur þekkt fyrir frjálsa fjölmiðlun og því fékk Tantholdt að kynnast þegar hann vildi veita dönskum áhorfendum innsýn í lífið í Doha, í beinni útsendingu í gærkvöld. Öryggisverðir komu aðvífandi og héldu fyrir linsuna á tökuvél TV2, og sögðu Dönunum að slökkva á henni þar sem að þeir væru ekki með leyfi til að mynda, þó að um almenningssvæði væri að ræða, eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Því meiri óhreinn þvottur, því erfiðara fyrir fjölmiðla „Þið buðuð allan heiminn velkominn hingað. Af hverju megum við ekki taka upp? Þetta er almenningssvæði,“ sagði Tantholdt og benti þeim á að hann væri vissulega með fjölmiðlaskírteini og leyfi til að mynda. Þá hótaði einn öryggisvarðanna að brjóta tökuvélina en ekki kom til þess, en ljóst er að Katarar vilja gæta þess að umfjöllun sé þeim hliðholl á meðan að gagnrýni á þjóðina hefur til að mynda snúist að því að samkynhneigð er þar ólögleg. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja lögin í landinu mismuna innflytjendum, konum og LGBTQ fólki. „Þeir eru hræddir um að einhverjir af þessum hlutum komi fram. Upplifun mín eftir að hafa ferðast til 110 landa um allan heim er að eftir því sem óhreini þvotturinn sem maður er með í kjallaranum er meiri, sem maður vill ekki að sjáist, þeim mun erfiðara er fjölmiðlamönnum gert að gera fréttir. Það er það sem við erum að upplifa hérna,“ sagði Tantholdt sem nú segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá Katörum vegna málsins. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 Danmörk leikur í D-riðli á HM og hefur keppni næsta þriðjudag með leik við Túnis. Liðið er einnig í riðli með Frökkum og Áströlum. HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
HM í fótbolta hefst í Katar á sunnudaginn og eru leikmenn, stuðningsmenn og fjölmiðlamenn farnir að safnast saman í landinu. Mikið hefur verið rætt um mannréttindabrot í Katar. Ekki síst þá staðreynd að þúsundir verkamanna hafa látist í landinu á þeim áratug sem liðinn er frá því að FIFA ákvað að leyfa Katar að halda HM með meðfylgjandi kröfum um glænýja leikvanga og fleiri mannvirki. Katar er ekki heldur þekkt fyrir frjálsa fjölmiðlun og því fékk Tantholdt að kynnast þegar hann vildi veita dönskum áhorfendum innsýn í lífið í Doha, í beinni útsendingu í gærkvöld. Öryggisverðir komu aðvífandi og héldu fyrir linsuna á tökuvél TV2, og sögðu Dönunum að slökkva á henni þar sem að þeir væru ekki með leyfi til að mynda, þó að um almenningssvæði væri að ræða, eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Því meiri óhreinn þvottur, því erfiðara fyrir fjölmiðla „Þið buðuð allan heiminn velkominn hingað. Af hverju megum við ekki taka upp? Þetta er almenningssvæði,“ sagði Tantholdt og benti þeim á að hann væri vissulega með fjölmiðlaskírteini og leyfi til að mynda. Þá hótaði einn öryggisvarðanna að brjóta tökuvélina en ekki kom til þess, en ljóst er að Katarar vilja gæta þess að umfjöllun sé þeim hliðholl á meðan að gagnrýni á þjóðina hefur til að mynda snúist að því að samkynhneigð er þar ólögleg. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja lögin í landinu mismuna innflytjendum, konum og LGBTQ fólki. „Þeir eru hræddir um að einhverjir af þessum hlutum komi fram. Upplifun mín eftir að hafa ferðast til 110 landa um allan heim er að eftir því sem óhreini þvotturinn sem maður er með í kjallaranum er meiri, sem maður vill ekki að sjáist, þeim mun erfiðara er fjölmiðlamönnum gert að gera fréttir. Það er það sem við erum að upplifa hérna,“ sagði Tantholdt sem nú segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá Katörum vegna málsins. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 Danmörk leikur í D-riðli á HM og hefur keppni næsta þriðjudag með leik við Túnis. Liðið er einnig í riðli með Frökkum og Áströlum.
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Man United vill að nýr Old Trafford verði klár fyrir HM kvenna Sjá meira
D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59