Öryggisverðir í Katar hótuðu að brjóta tökuvél TV2 í beinni útsendingu Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2022 08:34 Öryggisverðirnir reyndu að stöðva útsendingu dansks fréttamanns sem lét ekki vaða yfir sig. Danski fjölmiðlamaðurinn Rasmus Tantholdt er ýmsu vanur og lét ekki öryggisverði í Katar vaða yfir sig þegar þeir reyndu að stöðva hann í beinni útsendingu TV2 frá götu í höfuðborginni Doha. HM í fótbolta hefst í Katar á sunnudaginn og eru leikmenn, stuðningsmenn og fjölmiðlamenn farnir að safnast saman í landinu. Mikið hefur verið rætt um mannréttindabrot í Katar. Ekki síst þá staðreynd að þúsundir verkamanna hafa látist í landinu á þeim áratug sem liðinn er frá því að FIFA ákvað að leyfa Katar að halda HM með meðfylgjandi kröfum um glænýja leikvanga og fleiri mannvirki. Katar er ekki heldur þekkt fyrir frjálsa fjölmiðlun og því fékk Tantholdt að kynnast þegar hann vildi veita dönskum áhorfendum innsýn í lífið í Doha, í beinni útsendingu í gærkvöld. Öryggisverðir komu aðvífandi og héldu fyrir linsuna á tökuvél TV2, og sögðu Dönunum að slökkva á henni þar sem að þeir væru ekki með leyfi til að mynda, þó að um almenningssvæði væri að ræða, eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Því meiri óhreinn þvottur, því erfiðara fyrir fjölmiðla „Þið buðuð allan heiminn velkominn hingað. Af hverju megum við ekki taka upp? Þetta er almenningssvæði,“ sagði Tantholdt og benti þeim á að hann væri vissulega með fjölmiðlaskírteini og leyfi til að mynda. Þá hótaði einn öryggisvarðanna að brjóta tökuvélina en ekki kom til þess, en ljóst er að Katarar vilja gæta þess að umfjöllun sé þeim hliðholl á meðan að gagnrýni á þjóðina hefur til að mynda snúist að því að samkynhneigð er þar ólögleg. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja lögin í landinu mismuna innflytjendum, konum og LGBTQ fólki. „Þeir eru hræddir um að einhverjir af þessum hlutum komi fram. Upplifun mín eftir að hafa ferðast til 110 landa um allan heim er að eftir því sem óhreini þvotturinn sem maður er með í kjallaranum er meiri, sem maður vill ekki að sjáist, þeim mun erfiðara er fjölmiðlamönnum gert að gera fréttir. Það er það sem við erum að upplifa hérna,“ sagði Tantholdt sem nú segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá Katörum vegna málsins. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 Danmörk leikur í D-riðli á HM og hefur keppni næsta þriðjudag með leik við Túnis. Liðið er einnig í riðli með Frökkum og Áströlum. HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
HM í fótbolta hefst í Katar á sunnudaginn og eru leikmenn, stuðningsmenn og fjölmiðlamenn farnir að safnast saman í landinu. Mikið hefur verið rætt um mannréttindabrot í Katar. Ekki síst þá staðreynd að þúsundir verkamanna hafa látist í landinu á þeim áratug sem liðinn er frá því að FIFA ákvað að leyfa Katar að halda HM með meðfylgjandi kröfum um glænýja leikvanga og fleiri mannvirki. Katar er ekki heldur þekkt fyrir frjálsa fjölmiðlun og því fékk Tantholdt að kynnast þegar hann vildi veita dönskum áhorfendum innsýn í lífið í Doha, í beinni útsendingu í gærkvöld. Öryggisverðir komu aðvífandi og héldu fyrir linsuna á tökuvél TV2, og sögðu Dönunum að slökkva á henni þar sem að þeir væru ekki með leyfi til að mynda, þó að um almenningssvæði væri að ræða, eins og sjá má á myndbandi neðst í fréttinni. Því meiri óhreinn þvottur, því erfiðara fyrir fjölmiðla „Þið buðuð allan heiminn velkominn hingað. Af hverju megum við ekki taka upp? Þetta er almenningssvæði,“ sagði Tantholdt og benti þeim á að hann væri vissulega með fjölmiðlaskírteini og leyfi til að mynda. Þá hótaði einn öryggisvarðanna að brjóta tökuvélina en ekki kom til þess, en ljóst er að Katarar vilja gæta þess að umfjöllun sé þeim hliðholl á meðan að gagnrýni á þjóðina hefur til að mynda snúist að því að samkynhneigð er þar ólögleg. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja lögin í landinu mismuna innflytjendum, konum og LGBTQ fólki. „Þeir eru hræddir um að einhverjir af þessum hlutum komi fram. Upplifun mín eftir að hafa ferðast til 110 landa um allan heim er að eftir því sem óhreini þvotturinn sem maður er með í kjallaranum er meiri, sem maður vill ekki að sjáist, þeim mun erfiðara er fjölmiðlamönnum gert að gera fréttir. Það er það sem við erum að upplifa hérna,“ sagði Tantholdt sem nú segist hafa fengið afsökunarbeiðni frá Katörum vegna málsins. We now got an apology from Qatar International Media Office and from Qatar Supreme Commitee. This is what happened when we were broadcasting live for @tv2nyhederne from a roundabout today in Doha. But will it happen to other media as well? #FIFAWorldCupQatar2022 pic.twitter.com/NSJj50kLql— Rasmus Tantholdt TV2 (@RasmusTantholdt) November 15, 2022 Danmörk leikur í D-riðli á HM og hefur keppni næsta þriðjudag með leik við Túnis. Liðið er einnig í riðli með Frökkum og Áströlum.
HM 2022 í Katar Fótbolti Tengdar fréttir D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59 Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Sport Fleiri fréttir „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Sjá meira
D-riðill á HM í Katar: Greið leið fyrir Mbappé og Eriksen Frakkland og Danmörk tefla bæði fram afar sterkum liðum sem gætu náð langt á HM í Katar. Liðin ættu aðeins að þurfa lágmarksskammt af svita og blóði til að komast upp úr D-riðli og í 16-liða úrslitin. 14. nóvember 2022 10:59